Golf

Clarke aðeins sá fjórði í sögunni til að vinna bæði The Open og The Senior Open

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Darren Clarke fagnaði sigri í skosku rigningunni í gær.
Darren Clarke fagnaði sigri í skosku rigningunni í gær. Phil Inglis/Getty Images

Norður-írski kylfingurinn Darren Clarke tryggði sér sigur á The Senior Open, Opna breska meistaramótinu í flokki eldri kylfinga, þegar hann lauk leik á samtals tíu höggum undir pari. Með sigrinum kom hann sér í afar fámennan hóp kylfinga.

Clarke er aðeins fjórði kylfingurinn í sögunni til að tryggja sér sigur bæði á Opna breska meistaramótinu og Opna breska meistaramótinu í flokki eldri kylfinga.

Þair þrír kylfingar sem höfðu náð þessum árangri áður eru þeir Gary Player frá Suður-Afríku, Tom Watson frá Bandaríkjunum og Bob Charles frá Nýja-Sjálandi.

Clarke tryggði sér sigur á Opna breska meistaramótinu árið 2011 og nú, ellefu árum síðar, er hann kominn í þennan fámenna hóp. Hann tryggði sér sigurinn á seinustu holu helgarinnar þegar hann setti niður fugl, en fyrir holuna var hann jafn Íranum Padraig Harrington sem endaði í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×