
Fleiri fréttir

Styrmir Snær verður áfram í Bandaríkjunum
Styrmir Snær Þrastarson hefur hafnað gylliboðum á Íslandi og mun leika áfram með Davidson háskólanum í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum á næsta tímabili.

PSG ætlar að selja Neymar
Luis Campos, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain, ætlar að taka til hendinni hjá félaginu í sumar. Campos hefur sett saman lista yfir þá sem munu yfirgefa félagið í sumar og Neymar er efstur á þeim lista.

Vestri hættir keppni
Lið Vestra frá Ísafirði mun ekki leika í 1. deild kvenna á komandi leiktímabili í körfuboltanum.

Anton stórbætti nýja metið og flaug inn í úrslit á HM
Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi í annað sinn í dag og synti sig af krafti inn í úrslit á heimsmeistaramótinu í Búdapest.

Tvöfaldir Evrópumeistarar settir í bann
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag að norður-makedónska meistaraliðið Vardar mætti ekki taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð.

Sundsamband Íslands kaus með tillögu um að takmarka þátttöku transkvenna
Sundsamband Íslands kaus með tillögunni sem takmarkar þátttökurétt transkvenna á mótum á vegum FINA, Alþjóðasundsambandsins. Þetta staðfesti Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands.

Fornir fjendur hlutu sameiginlegan styrk frá UEFA til að aðstoða flóttafólk og hælisleitendur
KR og Valur hlutu í vikunni styrk frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna verkefnis tengdu málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands.

„Mögulega frábært fyrir landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana“
„Ég held að hún sé einn mest spennandi leikmaður mótsins,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um Sveindísi Jane Jónsdóttur, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna.

Tryggvi Snær troðið oftast allra í sögu Zaragoza
Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason hefur troðið oftast allra í sögu spænska úrvalsdeildarliðsins Zaragoza. Greindi félagið frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Átján dagar í EM: Næringarfræðingurinn fær fjölskylduna á fjórða stórmótið
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir er sú sjötta í röðinni.

Skilur við KR í góðu: „Þetta eru bara orð á blaði“
Sigurvin Ólafsson skilur við KR í góðu og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni hjá FH. Hann segist þó eiga eftir að sakna þess að þjálfa lið KV.

Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram
Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is.

Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“
Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg.

Li(v)ðhlauparnir fá að keppa á Opna breska
Kylfingum sem hafa gengið til liðs við hina afar umdeildu LIV-mótaröð í Sádí-Arabíu verður ekki meinað að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi, fjórða risamóti ársins.

Staða Arnars ekkert breyst: „Ég sá greinilegar framfarir“
„Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um stöðu Arnars Þórs Viðarssonar þjálfara A-landsliðs karla í fótbolta.

Bayern staðfestir komu Manés: „Fann strax fyrir miklum áhuga frá þessu frábæra félagi“
Sadio Mané er genginn í raðir Bayern München frá Liverpool. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Þýskalandsmeistaranna. Talið er að Bayern hafi greitt um 35 milljónir punda fyrir Senegalann.

Böðvar rifar seglin eftir sautján ár í stjórn
Eftir að hafa verið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR í sautján ár, lengst af sem formaður, hefur Böðvar Guðjónsson ákveðið að láta staðar numið.

Átján dagar í EM: Á besta stuðningsliðið og borðar ekki smjör
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, fær þann heiður að vera fimmta í röðinni.

Arnór orðaður við endurkomu til Norrköping
Staðarmiðlar í Norrköping halda því fram að landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson gæti verið að snúa aftur í raðir félagsins. Arnór gerði gott mót með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann færði sig um set til Rússlands.

„Hef ekki náð hátindi míns ferils“
Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson skrifaði undir samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals í vikunni, en hann kemur til liðsins frá Noregsmeisturum Elverum. Aron segir nokkur tilboð hafa legið á borðinu, en honum hafi þótt Valur vera með mest spennandi verkefnið í gangi.

Sjáðu öll mörk 10. umferðar Bestu deildar karla
Alls voru 23 mörk skoruð í sex leikjum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

Anton Sveinn flaug áfram á nýju Íslandsmeti
Anton Sveinn McKee setti nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi og er meðal þeirra 16 sem komust áfram á HM í sundi sem nú fer fram í Ungverjalandi.

Snæfríður Sól vann riðilinn en komst ekki áfram
Snæfríður Sól Jórunnardóttir vann sinn riðil í 100 metra skriðsundi á HM í sundi sem nú fer fram í Ungverjalandi. Tími hennar var hins vegar ekki nægilega góður til að komast áfram.

Sveinn til Skjern
Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur samið við danska félagið Skjern. Gildir samningurinn til eins árs.

Lið í Kenía leikur í búningum Stjörnunnar
Lið Garden Ego FC í Kenía leikur nú leiki sína í búningum Stjörnunnar. Geta leikmenn liðsins þakkað íslenska félaginu fyrir þessa veglegu gjöf en ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir Eric Ndayisaba.

Hættur eftir þrjú tímabil í NFL til að gerast prestur
Khari Willis, varnarmaður Indianapolis Colts í NFL deildinni, tilkynnti á dögunum að hann hefði ákveðið að hætta eftir þriggja ára veru í deildinni. Willis ætlar sér að gerast prestur.

Vilja fleiri frá París og nágrenni í lið sitt á næstu árum
Forráðamenn Paris Saint-Germain hyggjast breyta um stefnu sína í leikmannakaupum á komandi keppnistímabilum en félagið þokast í átt að samkomulagi við Christophe Galtier, þjálfara Nice, um taka við liðinu af Mauricio Pohettino sem látinn var taka pokann sinn á dögunum.

Minamino á leiðinni til Mónakó
Japanski framherjinn Takumi Minamino er á leið frá Liverpool til Mónakó sem greiðir tæplega 16 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Umfjöllun og viðtöl: Valur-Leiknir 2-1 | Heimamenn fylgdu eftir góðum sigri í síðasta leik
Valur tekur á móti Leikni R. í Bestu deild karla í fótbolta. Með góðum sigri geta Valsarar farið upp í 2. sæti deildarinnar á meðan Leiknir R. gæti komist úr fallsæti takist þeim að næla í stigin þrjú. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Hólmar Örn: Smá glímubrögð þarna
Hólmar Örn, miðvörður Vals, var sáttur með sigur í rokinu á Hlíðarenda. Hann vill hinsvegar meina að spilamennskan hafi ekki verið frábær.

Pablo Punyed: Betri á pappír en allt getur gerst í fótbolta
Víkingur kjöldróg Levadia frá Tallinn í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld. Pablo Punyed stjórnaði miðjunni og leik sinna manna af einstakri list, lagði upp tvö mörk og var einn af mönnum leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-FH 1-1 | Jafntefli í endurkomu Eiðs Smára
ÍA og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld.

Eiður Smári: Kem ekki í FH með töfrasprota
FH gerði 1-1 jafntefli gegn ÍA á Norðurálsvellinum í endurkomu. Eiði Smára Guðjohnsen, þjálfara FH, fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða í erfiðum aðstæðum.

Draumur Lukaku að verða að veruleika
Chelsea og Inter Milan hafa komist að samkomulagi um lánssamningi belgíska landsliðsframherjans Romelu Lukaku sem mun þar af leiðandi endurnýja kynnin við Mílanóborg.

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Levadia - Víkingur 1-6 | Víkingar skrefi nær undankeppni Meistaradeildarinnar
Víkingur mætti fullt af orku út í leikinn og voru mikið meira með boltann allan leikinn í dag þegar þeir rúlluðu yfir Levadia Tallin í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikar enduðu 6-1 fyrir þá rauðsvörtu úr Fossvoginum og gat þetta ekki farið betur.

Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður
Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby.

Arsenal spyrst fyrir um Raphinha
Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Arsenal þessa dagana en félagið tilkynnti fyrr í dag um kaup á portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira.

Arnór þarf ekki að fara til Moskvu
Skagamanninum Arnóri Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands í fótbolta, er nú frjálst að semja við og spila fyrir hvaða lið sem honum þóknast á næstu leiktíð.

Koepka að ganga til liðs við LIV eftir að hafa sakað Mickelson um græðgi
Kylfingurinn Brooks Koepka er að öllum líkindum að segja skilið við PGA-mótaröðina í golfi og ganga til liðs við hina umdeildu sádí-arabísku LIV-mótaröð, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann sakaði Phil Mickelson um græðgi fyrir að gera slíkt hið sama.

Vieira kominn til Arsenal
Arsenal kynnti í dag til leiks portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira sem félagið keypti af Porto. Kaupverðið nemur 34 milljónum punda, jafnvirði 5,5 milljarða króna, að meðtöldum árangurstengdum greiðslum.

„Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“
Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða.

Fleiri breytingar á skrifstofu Chelsea
Ekki nóg með að enska knattspyrnufélagið Chelsea mæti til leiks með nýja eigendur í haust heldur virðist sem allt helsta fólkið af skrifstofu félagsins verði einnig horfið á braut.

Lygilega lík vítabrot Ólafs
Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur fengið dæmda á sig vítaspyrnu í tveimur síðustu leikjum Fram, fyrir nákvæmlega eins brot.

Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli
Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra.

Gætu fylgt í fótspor FINA og bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki
Sebastian Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur gefið í skyn að sambandið gæti fylgt í fótspor alþjóðasundsambandsins FINA og bannað transkonum að taka þátt í kvennaflokki.