Körfubolti

Vestri hættir keppni

Atli Arason skrifar
Sigrún Camilla Halldórsdóttir, Snæfríður Lillý Árnadóttir, Lisbeth Inga Kristófrsdóttir, Gréta Hjaltadóttir, Sara Emily Newman og Hera Magnea Kristjánsdóttir skrifuðu allar undir samning við Vestra síðasta haust en þurfa nú að leita á önnur mið.
Sigrún Camilla Halldórsdóttir, Snæfríður Lillý Árnadóttir, Lisbeth Inga Kristófrsdóttir, Gréta Hjaltadóttir, Sara Emily Newman og Hera Magnea Kristjánsdóttir skrifuðu allar undir samning við Vestra síðasta haust en þurfa nú að leita á önnur mið. Vestri

Lið Vestra frá Ísafirði mun ekki leika í 1. deild kvenna á komandi leiktímabili í körfuboltanum.

„Lið Vestra hefur dregið sig úr keppni 1. deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2022-2023. Við þetta fækka liðum í 1. deild kvenna í níu og hvert lið leikur 24 leiki í stað 27 eins og upphaflega var áætlað. Leikjaplan deildarinnar  hefur verið uppfært á kki.is með hliðsjón af þessu,“ segir í tilkynningu KKÍ, sem kom út fyrr í dag.

Kvennalið Vestra hóf göngu sína aftur árið 2020 en liðið lauk keppni í neðsta sæti fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili með einungis tvo sigra í 20 leikjum.

Gæti þetta reynst ákveðið áfall fyrir kvennakörfuboltann í heild sinni en markmiðið er að fjölga liðum í efstu deild úr átta í tíu. Til þess verður fyrsta deildin þó að vera stöðug tíu liða deild samkvæmt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ.

Liðin voru 11 í fyrstu deild á síðasta tímabili en ÍR fór upp í efstu deild á meðan ekkert lið kom niður á móti, eftir að Skallagrímur dróg lið sitt úr leik á síðasta tímabili.  Fjölnir var með B-lið í deildinni á síðasta tímabili sem verður ekki með í ár en Breiðablik hefur á móti skráð B-lið til leiks. Því standa eftir níu lið, eftir brottför Vestra.

Tímabilið í fyrstu deild kvenna hefst þann 21. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×