Böðvar rifar seglin eftir sautján ár í stjórn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 11:09 Böðvar Guðjónsson stýrði körfuboltaskútunni hjá KR á mesta blómaskeiði félagsins. vísir/vilhelm Eftir að hafa verið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR í sautján ár, lengst af sem formaður, hefur Böðvar Guðjónsson ákveðið að láta staðar numið. „Ég er að leggja skóna á hilluna,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi í morgun. Boðað hefur verið til auka aðalfundar körfuknattleiksdeildar KR á morgun. Þar verður ný stjórn og nýr formaður deildarinnar kosinn. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Vísi að formannsframboð hefði borist. Aðspurður um tímasetninguna á auka aðalfundinum sagði Böðvar að hinn venjulegi tími hans passaði illa við dagatal körfuboltans, það er að hann færi fram á meðan tímabilið væri enn í gangi. „Undanfarin ár hef ég reynt að yngja stjórnina upp og nú tekur nýtt fólk við. Það er eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Böðvar sem hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR síðan 2005. Á tíma hans í stjórninni varð karlalið KR níu sinnum Íslandsmeistari, þar af sex sinnum í röð, og þrisvar sinnum bikarmeistari. Kvennalið KR varð einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Karlalið KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð (2014-19).vísir/daníel En hvað ætlar Böðvar að gera við allan þann tíma sem losnar þegar hann er hættur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar? „Ég mæti áfram. Ég hlakka bara til að fá mér hamborgara fyrir leiki og fylgjast með liðinu,“ svaraði hann. Böðvar segist skila af sér ágætis búi þótt hann viðurkenni að róðurinn undanfarin misseri hafi verið þungur vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrr í þessum mánuði bárust til að mynda fréttir af því að KR hefði ekki greitt skráningargjald til KKÍ á réttum tíma, eða tíu dögum eftir að fresturinn rann út. Fyrir vikið þurfti KR að greiða tæplega hálfa milljón aukalega til KKÍ. „Þetta er ekkert auðvelt. Við fáum ekki styrki frá Reykjavíkurborg og þurfum því að safna pening sjálf,“ sagði Böðvar. Karlalið KR endaði í 8. sæti Subway-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum. Kvennalið KR lenti í 3. sæti 1. deildar og tapaði fyrir ÍR, 3-2, í umspili um sæti í Subway-deildinni. Subway-deild karla KR Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira
„Ég er að leggja skóna á hilluna,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi í morgun. Boðað hefur verið til auka aðalfundar körfuknattleiksdeildar KR á morgun. Þar verður ný stjórn og nýr formaður deildarinnar kosinn. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Vísi að formannsframboð hefði borist. Aðspurður um tímasetninguna á auka aðalfundinum sagði Böðvar að hinn venjulegi tími hans passaði illa við dagatal körfuboltans, það er að hann færi fram á meðan tímabilið væri enn í gangi. „Undanfarin ár hef ég reynt að yngja stjórnina upp og nú tekur nýtt fólk við. Það er eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Böðvar sem hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR síðan 2005. Á tíma hans í stjórninni varð karlalið KR níu sinnum Íslandsmeistari, þar af sex sinnum í röð, og þrisvar sinnum bikarmeistari. Kvennalið KR varð einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Karlalið KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð (2014-19).vísir/daníel En hvað ætlar Böðvar að gera við allan þann tíma sem losnar þegar hann er hættur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar? „Ég mæti áfram. Ég hlakka bara til að fá mér hamborgara fyrir leiki og fylgjast með liðinu,“ svaraði hann. Böðvar segist skila af sér ágætis búi þótt hann viðurkenni að róðurinn undanfarin misseri hafi verið þungur vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrr í þessum mánuði bárust til að mynda fréttir af því að KR hefði ekki greitt skráningargjald til KKÍ á réttum tíma, eða tíu dögum eftir að fresturinn rann út. Fyrir vikið þurfti KR að greiða tæplega hálfa milljón aukalega til KKÍ. „Þetta er ekkert auðvelt. Við fáum ekki styrki frá Reykjavíkurborg og þurfum því að safna pening sjálf,“ sagði Böðvar. Karlalið KR endaði í 8. sæti Subway-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum. Kvennalið KR lenti í 3. sæti 1. deildar og tapaði fyrir ÍR, 3-2, í umspili um sæti í Subway-deildinni.
Subway-deild karla KR Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira