Tryggvi Snær troðið oftast allra í sögu Zaragoza Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 14:30 Tryggvi Snær treður boltanum gegn verðandi Spánarmeisturum Real Madríd á nýafstaðinni leiktíð. Juan Carlos García/Getty Images Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason hefur troðið oftast allra í sögu spænska úrvalsdeildarliðsins Zaragoza. Greindi félagið frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag. Hinn 24 ára gamli Tryggvi Snær leikur í stöðu miðherja og er engin smásmíð enda 2.16 metrar á hæð. Ásamt því að rífa reglulega niður fráköst þá er ljóst að Tryggvi Snær nýtir hæð sína oftar en ekki til að gnæfa yfir mótherjann og troða boltanum í körfuna þegar tækifæri gefst. Zaragoza staðfesti fyrr í dag að Tryggvi Snær væri nú sá leikmaður sem hefði troðið oftast allra í sögu félagsins. Alls hefur Tryggvi Snær troðið boltanum 122 sinnum í treyju félagsins. Hefur hann þar af leiðandi skorað 244 stig með troðslum ef stærðfræði blaðamanns svíkur ekki. Tryggvi Hlinason se convirtió esta temporada en el mejor matador de la historia de #CasademontZaragoza al alcanzar los 1 2 2 mates Fue en la jornada 30, en la victoria ante @CBBreogan por 82-85 Dar cera, pulir cera @EstherCasas_es pic.twitter.com/TsfwHVSzxV— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) June 22, 2022 Tryggvi Snær hefur verið á mála hjá Zaragoza síðan árið 2019. Liðið ætlaði sér stóra hluti á nýafstaðinni leiktíð þar sem Real Madríd stóð uppi sem sigurvegari en á endanum var Zaragoza í bullandi fallbaráttu. Á endanum rétt slapp liðið við fall og átti Tryggvi Snær stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu. Hann hefur verið búsettur frá Spáni frá 2017 og er samningsbundinn Zaragoza út næsta tímabil. Í viðtali við Vísi síðasta haust sagðist Tryggvi Snær ánægður á Spáni en draumurinn um að spila í NBA-deildinni í Bandaríkjunum lifði enn góðu lífi. Sem stendur verður að duga að troða boltanum á Spáni en hver veit nema Tryggvi Snær fái tækifæri til að gera slíkt hið sama í NBA-deildinni þegar fram líða stundir. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Tryggvi Snær leikur í stöðu miðherja og er engin smásmíð enda 2.16 metrar á hæð. Ásamt því að rífa reglulega niður fráköst þá er ljóst að Tryggvi Snær nýtir hæð sína oftar en ekki til að gnæfa yfir mótherjann og troða boltanum í körfuna þegar tækifæri gefst. Zaragoza staðfesti fyrr í dag að Tryggvi Snær væri nú sá leikmaður sem hefði troðið oftast allra í sögu félagsins. Alls hefur Tryggvi Snær troðið boltanum 122 sinnum í treyju félagsins. Hefur hann þar af leiðandi skorað 244 stig með troðslum ef stærðfræði blaðamanns svíkur ekki. Tryggvi Hlinason se convirtió esta temporada en el mejor matador de la historia de #CasademontZaragoza al alcanzar los 1 2 2 mates Fue en la jornada 30, en la victoria ante @CBBreogan por 82-85 Dar cera, pulir cera @EstherCasas_es pic.twitter.com/TsfwHVSzxV— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) June 22, 2022 Tryggvi Snær hefur verið á mála hjá Zaragoza síðan árið 2019. Liðið ætlaði sér stóra hluti á nýafstaðinni leiktíð þar sem Real Madríd stóð uppi sem sigurvegari en á endanum var Zaragoza í bullandi fallbaráttu. Á endanum rétt slapp liðið við fall og átti Tryggvi Snær stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu. Hann hefur verið búsettur frá Spáni frá 2017 og er samningsbundinn Zaragoza út næsta tímabil. Í viðtali við Vísi síðasta haust sagðist Tryggvi Snær ánægður á Spáni en draumurinn um að spila í NBA-deildinni í Bandaríkjunum lifði enn góðu lífi. Sem stendur verður að duga að troða boltanum á Spáni en hver veit nema Tryggvi Snær fái tækifæri til að gera slíkt hið sama í NBA-deildinni þegar fram líða stundir. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira