Fleiri fréttir

Rúnar Sigtryggsson tekur við Haukum

Rúnar Sigtryggsson er nýr þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik, en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Spilandi aðstoðarþjálfari með honum verður Tjörvi Þorgeirsson sem hefur verið leikstjórnandi liðsins um árabil.

Bjarki skoraði sjö er Lemgo hafði betur í Íslendingaslag

Íslendingar voru í eldlínunni í þremur af þeim fjórum leikjum sem fram fóru í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins er Lemgo vann nauman eins marks sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen.

Íslendingalið Lyngby endurheimti toppsætið

Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar endrheimti toppsæti dönsku B-deildarinnar í fótbolta er liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn Hvidovre í kvöld.

Aron og félagar með bakið upp við vegg

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru í erfiðri stöðu eftir sjö marka tap gegn Telekom Veszprém í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 36-29.

Jón Dagur og Mikael léku allan leikinn í tapi

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Anderson léku báðir allan leikinn í liði AGF er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Vejle í fallbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Berst fyrir EM-sætinu í Mosó

Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Messi henti Conor af toppi tekjulistans

Argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi var tekjuhæsti íþróttamaður síðasta árs samkvæmt úttekt Forbes. Hann tók toppsætið af írska bardagakappanum Conor McGregor. 

„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“

Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum

Að­lögunar­tíma­bilið varð að drauma­tíma­bili

Sveindís Jane Jónsdóttir er að vonum í skýjunum hvernig fyrsta tímabil hennar hjá þýska stórliðinu Wolfsburg hefur gengið. Hún vonaðist til að fá að spila með Wolfsburg en segir að hlutverk sitt hafi verið talsvert stærra en hún bjóst við.

HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma

Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir.

„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild.

Dagskráin í dag: Úrslitakeppnir í handbolta og körfubolta ásamt nóg af golfi

Það ræðst í kvöld hvort það verður Tindastóll eða Valur sem tekur risastökk í átt að Íslandsmeistaratitill karla í körfubolta í leik þrjú á Hlíðarenda. ÍBV getur farið áfram í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitill kvenna í handbolta á meðan Keflavík, Fram og Leiknir gætu öll sótt sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta. Allt í beinni á Stöð 2 Sport.

„Við erum ekkert að ná í neina leikmenn”

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, mátti vera svekktur eftir tap í blálokin gegn KA. Ólafur sagði eftir leik ekkert vera að leitast eftir því að styrkja lið sitt frekar fyrir gluggalok en Sigurður Egill Lárusson hefur verið sterklega orðaður við FH.

Nökkvi: Ég vissi að þetta myndi enda inni

Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður KA, var hetja liðsins annan heimaleikinn í röð þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótatíma gegn FH úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur.

Jón Þór: Fórum að gera hlutina hver í sínu horni

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði að þótt það hafi verið svekkjandi að lenda undir blálok fyrri hálfleik hafi annað mark Vals sett hans menn út af laginu. ÍA tapaði 4-0 fyrir Val á Hlíðarenda í kvöld.

Óskar Hrafn: Síðustu 15 mínúturnar voru þjáning

Breiðablik vann Stjörnuna fyrr í kvöld í frábærum fótboltaleik 3-2 í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Þjálfari Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson var mjög ánægður með úrslitin og að þau hafi fylgt frammistöðunni sem hans menn sýndu í kvöld. Mannlegur styrkur og þjáning komu mikið við sögu í svörum hans um leikinn.

Ísak tryggði FCK mikilvægan sigur

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö mörk í 2-1 sigri FC Kaupmannahöfn á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Coutinho nær samkomulagi við Villa

Philippe Coutinho er sagður hafa náð samkomulagi við Aston Villa um kaup og kjör til að gera félagaskipti hans frá Barcelona til Villa varanleg.

Sjá næstu 50 fréttir