Eins og lokatöðurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafsmínútunni. Heimamenn í Lemgo leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13, og þeir héldu þessu eins marks forskoti út leikinn og unnu að lokum eins marks sigur, 24-23.
Der Hexenkessel bebt!🙌 Wir entscheiden das Herzschlagfinale für uns!💪 pic.twitter.com/Uhb5N451PK
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) May 12, 2022
Á sama tíma þurftu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen að sætta sig við fjögurra marka tap á heimavelli gegn Hamburg, 24-28. Janus Daði átti fínan leik fyrir Göppingen og skoraði fjögur mörk, en það dugði hins vegar ekki til.
Þá máttu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Hannover-Burgdorf, 31-27.