Handbolti

Aron og félagar með bakið upp við vegg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg máttu þola sjö marka tap í dag.
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg máttu þola sjö marka tap í dag. Frank Molter/picture alliance via Getty Images

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru í erfiðri stöðu eftir sjö marka tap gegn Telekom Veszprém í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 36-29.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en heimamenn í Veszprém náðu þó fjögurra marka forskoti í stöðunni 11-7. Aron og félagar náðu þó að jafna metin á nýjan leik og þegar flautað var til hálfleiks höfðu heimamenn eins marks forystu, staðan 17-16.

Það fór þó að halla undan fæti hjá Aroni og félögum snemma í síðari hálfleik og heimamenn náðu fljótt sex marka forskoti. Gestirnir frá Álaborg voru aldrei líklegir til að brúa það bil eftir það og niðurstaðan varð sjö marka sigur Veszprém, 36-29.

Aron skoraði tvö mörk fyrir Álaborg í kvöld, en liðið hefur nú verk að vinna þegar liðin mætast í Danmörku næstkomandi miðvikudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.