Fleiri fréttir

Sagði Alexander-Arnold stórkostlegan og líkti honum við Beckham
Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports, jós Trent Alexander-Arnold lofi eftir 0-2 sigur Liverpool á Arsenal og líkti honum við David Beckham.

Voru ekki með fjóra bestu mennina sína en unnu samt Golden State
Verulega vængbrotið lið Indiana Pacers vann óvæntan sigur á Golden State Warriors, 117-121, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt.

Alexander-Arnold um Jota: Hann er leikmaður í heimsklassa
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var eðlilega sáttur með 2-0 sigur sinna manna gegn Arsenal sem skilaði liðinu í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gærkvöldi. Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool, og bakvörðurinn segir að liðsfélagi sinn sé í heimsklassa.

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Ljósleiðaradeildin og golf
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld, en alls eru sjö beinar útsendingar á dagskrá á þessum fína föstudegi.

Athletic Bilbao sló meistarana út í framlengingu
Atletic Bilbao gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Barcelona úr leik í spænsku bikarkeppninni Copa del Rey í kvöld með 3-2 sigri í framlengingu og er því á leið í átta liða úrslit.

Skýrsla Henrys: Risahjarta í þessum drengjum
Eftir allt sem á undan var gengið áttu líklega margir von á því að íslenska liðið yrði eins og lömb leidd til slátrunar gegn Dönum í kvöld. Það varð alls ekki raunin.

NFL sektaði þjálfara meistaranna fyrir að slá sinn eigin leikmann
Bruce Arians, þjálfari ríkjandi NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers, var sektaður í vikunni en það var þó ekki fyrir að rífast við eða gagnrýna dómara.

„Við erum flottur hópur og mér fannst við bara komast nokkuð vel frá þessu í dag“
Daníel Þór Ingason átti fína innkomu inn í íslenska landsliðið þegar bregðast þurfti við sex kórónuveirusmittilfellum í landsliðshópnum á EM, fyrir leikinn við Danmörku í kvöld.

Ómar Ingi: Trúðum því í alvörunni að við myndum vinna
Ómar Ingi Magnússon var eðlilega svekktur með tap íslenska landsliðsins gegn Danmörku í fyrsta leik milliriðilsins á EM í kvöld. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir hópinn að koma sér í gang fyrir leikinn en að liðið hafi haft raunverulega trú á því að vinna heimsmeistarana í kvöld.

„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“
„Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi.

FIFA takmarkar fjölda lánssamninga
Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum.

Elvar: Alls konar tilfinningar í allan dag
Elvar Ásgeirsson fékk heldur betur eldskírn í dag þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í handbolta, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur á EM, og komst vel frá sínu.

Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið
Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn.

Þórir byrjaði er Lecce féll úr leik í ítalska bikarnum
Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce er liðið heimsótti Roma í 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Lokatölur urðu 3-1, Roma í vil, og því eru Þórir og félagar úr leik.

Liverpool á leið í úrslit eftir sigur gegn Arsenal
Liverpool vann 2-0 sigur er liðið heimsótti Arsenal í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld.

Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið.

Umfjöllun: Danmörk - Ísland 28-24 | Aðdáunarverð frammistaða gegn heimsmeisturunum
Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Danmerkur, 28-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli I á Evrópumótinu í handbolta í kvöld.

Norðmenn völtuðu yfir Pólverja
Noregur vann afar sannfærandi ellefu marka sigur er liðið mætti Póllandi á EM í handbolta í kvöld, 42-31.

„Við þurfum að geta slegist í 40 mínútur“
Dúi Þór Jónsson, leikmaður Þór Akureyri, var svekktur með 35 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld. Dúi var sérstaklega óánægður með síðari hálfleikinn hjá sínum mönnum, en það munaði bara fimm stigum á liðunum í hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-62 | Njarðvíkingar fóru illa með botnliðið
Njarðvík vann afar sannfærandi 35 stiga sigur er liðið fékk botnlið Þórs frá Akureyri í heimsókn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 97-62.

Tíu Madrídingar snéru leiknum við í framlengingu
Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Elche í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar Copa del Rey í kvöld, þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta framlengingarinnar.

Jón Daði semur við Bolton
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers.

Lærisveinar Alfreðs og Erlings töpuðu stórt
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta máttu sætta sig við sex marka tap gegn Evrópumeisturum Spánar, 29-23. Á sama tíma töpuðu Hollendingar undir stjórn Erlings Richardssonar gegn Frökkum, 34-24.

Fílabeinsströndin sló Afríkumeistarana úr leik | Kwame Quee sá rautt í tapi
Ríkjandi Afríkumeistarar Alsír eru ú leik á Afríkumótinu í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Fílabeinsströndinni í dag. Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne þar sem Víkingurinn Kwame Quee sá rautt á lokamínútunum.

Þriðja íslenska félagið á þremur árum hjá Tiffany
Þór/KA heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi Íslandsmót í knattspyrnu kvenna og í dag kynnti liðið bandaríska framherjanna Tiffany Janea McCarty.

„Verður ekki auðvelt fyrir Dani að vinna okkur“
„Við fórum hátt upp eftir leikinn gegn Ungverjum en erum núna bara fullir tilhlökkunar fyrir milliriðilinn,“ segir Viggó Kristjánsson spenntur fyrir Danaleiknum.

Gísli Þorgeir líka smitaður
Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid.

Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest
Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest.

Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest
Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest.

Öruggir sigrar hjá Svíum og Svartfellingum í fyrstu leikjunum í milliriðlunum
Svíþjóð og Svartfjallaland unnu sannfærandi sigra á EM í handbolta í dag en þá hófst keppni í milliriðlinum tveimur.

Benni mætir liðinu sem hefur ekki unnið í Ljónagryfjunni síðan hann þjálfaði það
Eini leikur kvöldsins í Subway-deild karla verður leikur Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Böðvar heldur áfram í Svíþjóð
Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson, sem meðal annars átti í viðræðum við Val, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við sænska félagið Trelleborg.

Óbólusettir Real og Chelsea menn mögulega útilokaðir frá leikjum í Meistaradeild
Hertar sóttvarnarreglur franskra stjórnvalda gætu haft áhrif á leiki frönsku liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Reyndar ekki á frönsku liðin heldur andstæðingar þeirra.

Mótshaldarar rugluðu saman sýnum og Mandic er með
Króatar fengu að vita rétt fyrir leik sinn við Svartfjallaland, sem nú stendur yfir á EM í handbolta, að David Mandic mætti spila þrátt fyrir að hafa misst af síðasta leik vegna kórónuveirusmits.

Lét NBA-leikmanni líða eins og hann væri sjö ára strákur
Tony Bradley fékk að kynnast styrk miðherjans Steven Adams í vikunni þegar upp komu smá læti í leik Chicago Bulls og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta.

Björgvin: Þetta var mikið sjokk
„Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid.

Svona eru milliriðlarnir: Barátta við heims- og ólympíumeistara um tvö sæti
Lemstrað lið Íslands hefur keppni í milliriðli á EM í handbolta í kvöld með leik við dönsku heimsmeistarana. En hvað er í húfi, hvað þarf til að ná lengra, og af hverju í ósköpunum kallast þetta milliriðill?

Segir ekkert vit í að halda EM áfram
Nú þegar yfir hundrað leikmenn sem spila áttu á Evrópumótinu í handbolta hafa frá áramótum smitast af kórónuveirunni telur sérfræðingur TV 2 í Danmörku að ekkert vit sé í að halda mótinu áfram.

Ýmir: Orkan frá áhorfendum gefur okkur mikið
Varnartröllið Ýmir Örn Gíslason hefur staðið í ströngu og getur ekki beðið eftir að taka á Dönunum.

Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin
Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna.

Selma Sól bætist í hóp fjölmargra Blikastúlkna í atvinnumennsku
Landliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir er nýjasti leikmaður Breiðabliks sem semur við erlent félag en hinar efnilegu knattspyrnukonur Blika hafa streymt út í atvinnumennsku undanfarin ár.

Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar
Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta.

Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“
Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu.

Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits
Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits.

Aron og Bjarki líka með Covid
Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir.