Handbolti

Ýmir: Orkan frá áhorfendum gefur okkur mikið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ýmir er alvöru jaxl.
Ýmir er alvöru jaxl. vísir/epa

Varnartröllið Ýmir Örn Gíslason hefur staðið í ströngu og getur ekki beðið eftir að taka á Dönunum.

„Skrokkurinn er góður og maður getur ekkert verið að kvarta. Það er bara næsti leikur og halda áfram,“ segir Ýmir en hann er að njóta sín í botn.

„Þetta er alveg æðislegt. Spila fyrir framan fulla höll með strákunum og spila vel. Við erum með mikið sjálfstraust. Tala nú ekki um með allt þetta fólk frá Íslandi. Það er alveg magnað hvað heyrist vel í þeim. Orkan frá þeim gefur okkur rosalega mikið.“

Það er eiginlega ekki hægt að fá erfiðara verkefni í dag en að spila við Danmörk en strákarnir munu mæta brattir og harðir.

„Við förum í alla leiki til að vinna. Við erum með sjálfstraust og vitum hvað við gerum vel og getum lagað. Við höldum okkar plani. Danir eru góðir í handbolta og sterkir í öllu eins og við.“

Klippa: Ýmir elskar íslensku stuðningsmenninaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.