Handbolti

Stuð og stemning hjá Íslendingunum í Búdapest

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sérsveitin syngur og trallar í höllinni í Búdapest.
Sérsveitin syngur og trallar í höllinni í Búdapest. vísir/siggi már

Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins eru farnir að mæta í MVM Dome og þeir eru í miklu stuði.

Hátt í 500 Íslendingar verða á leiknum í kvöld og þeir hafa verið að hita upp á sportbar nálægt höllinni.

Flestir í hópnum eiga víst að sitja ansi nálægt vellinum og því alveg klárt að þeir munu láta heyra vel í sér í stóra húsinu í kvöld.

Hér að neðan má sjá smá klippu af Íslendingunum í Búdapest í kvöld en Sigurður Már Davíðsson tökumaður fann okkar fólk er það mætti.

Klippa: Sérsveitin í stuði

Tengdar fréttir

Verður Covid-hátíð í partýtjaldinu?

Það verður seint sagt að Ungverjar séu að kafna úr stressi vegna Covid 19. Það sést best á því að hvert sæti er til sölu í hinni glæsilegu MVM Dome í Búdapest.

Bjarki: Mikill munur á sjálfstraustinu hjá strákunum

„Það er góður andi í hópnum og við erum fullir sjálfstrausts. Það er tilhlökkun að fara að byrja þetta,“ segir hornamaðurinn Bjarki Már Elísson meira en tilbúinn í leikinn gegn Portúgal í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.