Handbolti

Lærisveinar Alfreðs byrja EM á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kai Häfner fór mikinn í liði Þýskalands í kvöld.
Kai Häfner fór mikinn í liði Þýskalands í kvöld. Kolektiff Images/Getty Images

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá þýska landsliðinu í handbolta byrja Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á sigri. Þýskaland mætti Hvíta-Rússlandi í kvöld og vann fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29.

Leikur kvöldsins var einkar jafn framan af og voru Hvít-Rússar yfir í hálfleik, 18-17. Þjóðverjar bitu frá sér í síðari hálfleik og náðu á endanum góðum tökum á leiknum. Undir lok leiks var eina spurningin hversu stór sigur lærisveina Alfreðs yrði. 

Það fór svo að leikurinn vannst með fjögurra marka mun, lokatölur 33-29.

Kai Häfner og Marcel Schiller voru markahæstir í liði Þýskalands með átta mörk hvor. Häfner gaf einnig fjórar stoðsendingar.

Þetta var fyrsti leikur D-riðils sem þýðir að Þýskaland trónir á toppi riðilsins að svo stöddu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.