Fleiri fréttir

Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik

Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting.

Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur.

Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn

Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt.

„Sakavottorðið fór ekki rétta leið“

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína.

Arnór Þór kemur inn í þjálfarateymi Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins og Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, mun koma inn í þjálfarateymi liðsins þegar hann leggur skóna á hilluna sumarið 2023.

Patrekur: Hef engar áhyggjur af markvörslunni

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var mun sáttari með fyrri hálfleikinn en þann seinni gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu leik liðanna í Mýrinni með fjögurra marka mun, 28-32.

Haller sá til þess að Ajax er enn með fullt hús stiga

Sebastian Haller skoraði bæði mörk Ajax er liðið vann 1-2 útisigur gegn Besiktas í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ajax er því enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Besiktas er hins vegar enn án stiga.

Ítalíumeistararnir komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit

Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 2-0 sigur gegn Shakhtar Donetsk í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Liðið er nú hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, en hagstæð úrslit í leik Real Madrid og Sheriff gætu tryggt sætið fyrir þá.

Chilwell gæti verið frá út tímabilið

Ben Chilwell, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, gæti verið frá út tímabilið eftir að leikmaðurinn fór af velli í 4-0 stórsigri liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Víkingur og KA í Skandinavíudeild

Íslandsmeistarar Víkings og lið KA munu hefja nýtt knattspyrnuár í hlýjunni á Alicante á Spáni þar sem liðin leika í Skandinavíudeildinni í fótbolta.

Saga lagði arfaslaka Fylkismenn

Sjöunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á viðureign Sögu og Fylkis. Saga vann ótvíræðan sigur, 16-5.

Jordan til ÍR-inga í körfunni

ÍR-ingar bæta við nýjum erlendum leikmanni í hverri viku um þessar mundir en Jordan Semple hefur fengið félagsskipti yfir í karlalið ÍR í Subway-deildinni.

Benzema sekur í fjár­kúgunar­málinu og fær skil­orðs­bundinn fangelsis­dóm

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hefur verið fundinn sekur um að taka þátt í að reyna kúga fé út úr Matieu Valbuena, fyrrverandi samherja sínum í franska landsliðinu, með kynlífsmyndbandi. Benzema fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm og 75 þúsund evra sekt sem nemur rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna.

Spurði Söru Sigmunds hvort hún væri einmana

Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur farið í gegnum mörg viðtölin á ferli sínum en ein spurning í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast í gær kom okkar konu örugglega aðeins á óvart.

Leikjahæsti landsliðsþjálfari heims rekinn

Knattspyrnusamband Úrúgvæ ákvað síðastliðinn laugardag að reka þjálfara landsliðsins, Oscar Tabarez, úr starfi. Hann hafði verið þjálfari liðsins síðan árið 2006.

Dagskráin í dag: Meistaradeildarmiðvikudagur

Meistaradeild Evrópu er fyrirferðamikil á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en af þeim tólf beinu útsendingum sem boðið er upp á eru sjö þeirra í tengslum við hana.

Dramatískt jafntefli í Sviss | Allt galopið í G-riðli

Öllum átta leikjum kvöldsins er nú lokið í Meistaradeild Evrópu. Atalanta missteig sig í baráttunni í F-riðli er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Young Boys og það er allt galopið í G-riðli eftir úrslit kvöldsins, en þar eiga öll fjögur liðin möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Sjá næstu 50 fréttir