Fleiri fréttir

Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik
Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting.

Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur.

Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn
Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 90-75 | Öruggur sigur heimakvenna
Grindavík vann öruggan 15 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

City snéri taflinu við og tryggði sér sigur í A-riðli
Manchester City tryggði sér í kvöld sigur í A-riðli Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn Paris Saint-Germain eftir að hafa lent undir snemma í seinni hálfleik.

„Sakavottorðið fór ekki rétta leið“
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína.

Ólafur Andrés hafði betur í Íslendingaslag Meistaradeildarinnar
Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar hans í Montpellier unnu öruggan marka sigur er liðið tók á móti Orra Frey Þorkelssyni og félögum hans í norksa liðinu Elverum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Góður þriðji leikhluti skilaði Njarðvík sigri gegn Fjölni
Njarðvík vann góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuboltaí kvöld. Lokatölur 64-71, en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku gestirnir öll völd í þriðjal leikhluta og sigldu sigrinum heim.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði ÍBV sigri
ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12.

Arnór Þór kemur inn í þjálfarateymi Bergischer
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins og Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, mun koma inn í þjálfarateymi liðsins þegar hann leggur skóna á hilluna sumarið 2023.

Patrekur: Hef engar áhyggjur af markvörslunni
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var mun sáttari með fyrri hálfleikinn en þann seinni gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu leik liðanna í Mýrinni með fjögurra marka mun, 28-32.

Haller sá til þess að Ajax er enn með fullt hús stiga
Sebastian Haller skoraði bæði mörk Ajax er liðið vann 1-2 útisigur gegn Besiktas í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ajax er því enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Besiktas er hins vegar enn án stiga.

Ítalíumeistararnir komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit
Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 2-0 sigur gegn Shakhtar Donetsk í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Liðið er nú hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, en hagstæð úrslit í leik Real Madrid og Sheriff gætu tryggt sætið fyrir þá.

Enginn Aron er Álaborg hafði betur gegn Kiel | Sigvaldi skoraði tvö í endurkomusigri Kielce
Nú er tveimur leikjum af fjórum sem fram fara í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld lokið. Aron Pálmarsson var fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla þegar Álaborg lagði þýska liðið Kiel, 35-33, og Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson unnu frábæran endurkomusigur gegn Barcelona, 29-27.

Óbólusettur leikmaður Bayern greindist með veiruna
Joshua Kimmich, miðjumaður Þýskalandsmeistara Bayern München og þýska landsliðsins, greindist í dag með kórónuveiruna, en leikmaðurinn er óbólusettur.

Chilwell gæti verið frá út tímabilið
Ben Chilwell, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, gæti verið frá út tímabilið eftir að leikmaðurinn fór af velli í 4-0 stórsigri liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Kórdrengir stigalausir eftir fyrsta hringinn í CS:GO
Lið Þórs og Kórdrengja mættust í gærkvöldi í sjöundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Þór hafði mikla yfirburði og hafði betur, 16-10.

„Þetta var stórt kvöld fyrir hann“
Jadon Sancho komst loksins á blað með liði Manchester United í gærkvöld og fékk hrós úr mörgum áttum eftir leikinn.

Annarri umferð Olís deildar karla lýkur loksins í kvöld sextíu dögum of seint
Stjarnan og ÍBV spila í kvöld lokaleikinn í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta sem er svo sem ekkert sérstakt fréttaefni nema að níundu umferð deildarinnar lauk á mánudagskvöldið.

Víkingur og KA í Skandinavíudeild
Íslandsmeistarar Víkings og lið KA munu hefja nýtt knattspyrnuár í hlýjunni á Alicante á Spáni þar sem liðin leika í Skandinavíudeildinni í fótbolta.

Saga lagði arfaslaka Fylkismenn
Sjöunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á viðureign Sögu og Fylkis. Saga vann ótvíræðan sigur, 16-5.

Líkir því að þjálfa Real Madrid við að keyra Ferrari bíl
Carlo Ancelotti er ekki á því að það sé erfitt starf að vera þjálfari Real Madrid liðsins og notaði sérstaka myndlíkingu til að sanna mál sitt.

Sænsku stelpurnar ekki til Íslands vegna stöðu faraldursins hér
Sænska knattspyrnusambandið ákvað að senda ekki U19-landsliðs kvenna í fótbolta hingað til lands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Sérfræðingar SB ósammála um hvort Berglind átti að fá rauða spjaldið
Seinni bylgjan ræddi rauða spjaldið sem Haukakonan Berglind Benediktsdóttir fékk þegar Haukarnir heimsóttu HK í Kórinn í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta.

Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“
Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag.

Abidal grátbiður eiginkonuna um fyrirgefningu eftir framhjáhaldið
Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, hefur grátbeðið eiginkonu sína, Hayet, um að fyrirgefa sér framhjáhald með fótboltakonunni Kheiru Hamraoui.

Jordan til ÍR-inga í körfunni
ÍR-ingar bæta við nýjum erlendum leikmanni í hverri viku um þessar mundir en Jordan Semple hefur fengið félagsskipti yfir í karlalið ÍR í Subway-deildinni.

Halda hátíðina í miðju landsliðsverkefni kvenna: „Veit ekki hver f-i þessu upp“
Á mánudaginn kemur mun Gullhnötturinn vera afhentur til besta knattspyrnufólks heims. Karlarnir áttu þetta svið lengi einir en síðustu ár hafa konurnar fengið hinn svokallaða Ballon d’Or líka.

Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn
Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan.

Áfengi ekki í boði hjá kvennalandsliðinu: „Nema við verðum Evrópumeistarar“
Þorsteinn Halldórsson segir að áfengi sé ekki veitt í ferðum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta.

KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg
Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara.

„Mitt heimili er aðdáandi númer eitt af Ragnheiði Júlíusdóttur“
Ragnheiður Júlíusdóttir átti mjög flottan leik þegar Fram vann 26-25 sigur á Stjörnunni í Olís deild kvenna en stórskyttan var með tíu mörk og sex stoðsendingar í leiknum. Seinni bylgjan ræddi frammistöðu Ragnheiðar í leiknum.

Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu
Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð.

Áfengi í landsliðsferð sagt hafa fellt Eið Smára | KSÍ svarar ekki
Forráðamenn og stjórnarfólk KSÍ vill ekki eða hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta.

Benzema sekur í fjárkúgunarmálinu og fær skilorðsbundinn fangelsisdóm
Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hefur verið fundinn sekur um að taka þátt í að reyna kúga fé út úr Matieu Valbuena, fyrrverandi samherja sínum í franska landsliðinu, með kynlífsmyndbandi. Benzema fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm og 75 þúsund evra sekt sem nemur rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna.

Segir að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið Þór um að hætta með handbolta
Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa beðið hæstráðendur hjá Þór að hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis.

Spurði Söru Sigmunds hvort hún væri einmana
Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur farið í gegnum mörg viðtölin á ferli sínum en ein spurning í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast í gær kom okkar konu örugglega aðeins á óvart.

Þarf að greiða 440 krónur fyrir að kasta flösku í frönsku stjörnuna
Stuðningsmaður Lyon sem kastaði vatnsflösku í höfuð Dimitri Payet á sunnudag þarf ekki að greiða háa sekt vegna málsins. Hann fær hins vegar ekki að mæta á völlinn næstu fimm árin.

Fengu blauta tusku í andlitið en vöknuðu aftur í framlengingu
Luka Doncic sneri aftur eftir meiðsli í framlengdum leik Dallas Mavericks gegn LA Clippers. Dallas missti niður tíu stiga forskot seint í fjórða leikhluta en vann í framlengingu, 112-104.

Leikjahæsti landsliðsþjálfari heims rekinn
Knattspyrnusamband Úrúgvæ ákvað síðastliðinn laugardag að reka þjálfara landsliðsins, Oscar Tabarez, úr starfi. Hann hafði verið þjálfari liðsins síðan árið 2006.

Dagskráin í dag: Meistaradeildarmiðvikudagur
Meistaradeild Evrópu er fyrirferðamikil á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en af þeim tólf beinu útsendingum sem boðið er upp á eru sjö þeirra í tengslum við hana.

Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins
Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla.

Búið að hafa samband við Valverde um að taka við United til bráðabirgða
Enska knattspyrnufélagið Manchester United er búið að hafa samband við fyrrverandi stjóra Barcelona, Ernesto Valverde, um að taka við liðinu út tímabilið eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara frá félaginu um helgina.

Miðjumaður Sheffield United hneig niður í miðjum leik
John Fleck, miðjumaður Sheffield United, var fluttur á spítala eftir að þessi þrítugi leikmaður henig niður í leik liðsins gegn Reading í ensku 1. deildinni í kvöld.

Dramatískt jafntefli í Sviss | Allt galopið í G-riðli
Öllum átta leikjum kvöldsins er nú lokið í Meistaradeild Evrópu. Atalanta missteig sig í baráttunni í F-riðli er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Young Boys og það er allt galopið í G-riðli eftir úrslit kvöldsins, en þar eiga öll fjögur liðin möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.