Körfubolti

Jordan til ÍR-inga í körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shakir Marwan Smith í leik með ÍR-ingum í Subway-deildinni á dögunum en hann er á förum frá liðinu.
Shakir Marwan Smith í leik með ÍR-ingum í Subway-deildinni á dögunum en hann er á förum frá liðinu. Vísir/Bára

ÍR-ingar bæta við nýjum erlendum leikmanni í hverri viku um þessar mundir en Jordan Semple hefur fengið félagsskipti yfir í karlalið ÍR í Subway-deildinni.

Í síðustu var það nýr bakvörður en að þessu sinni styrkja ÍR-ingar sig undir körfunni með samningi við Semple.

Skotbakvörðurinn Igor Maric kom til ÍR í síðustu viku og spilaði sinn fyrsta leik í sannfærandi sigri á KR-ingum. Maric var með 12 stig og 5 fráköst á móti KR.

Jordan Semple 29 ára gamall og 201 sentimetra franskur kraftframherji sem síðast lék fyrir Kataja í finnsku úrvalsdeildinni. Tölur hans í Finnlandi voru 12,3 stig og 7,2 fráköst leik á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 16,2 stig og 9.7 fráköst í leik með Jamtland í sænsku deildinni.

Hinn reynslumikli Semple er nú að fara að spila í sjötta landinu á sjö tímabilum en hann var á Spáni 2015-16, í Búlgaríu 2016-17, í Frakklandi 2018-19, í Svíþjóð 2019-20 og svo í Finnlandi í fyrra.

Friðrik Ingi Rúnarsson tók við ÍR-liðinu á dögunum og er greinilega byrjaður að taka vel til í leikmannahópnum sínum.

Karfan.is segir nefnilega frá því að ÍR-ingar hafi einnig sagt upp samningi sínum við bandaríska bakvörðinn Shakir Marwan Smith.

Smith er með 15,1 stig og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og var með 25 framlagsstig í sigurleiknum á KR.

Svo gæti því farið að ÍR-ingar mæti með nýjan erlendan leikmann þriðju vikuna í röð þegar Subway-deildin fer aftur af stað eftir landsleikjahlé.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.