Fleiri fréttir

Íslenskur sigur, jafntefli og tap í þýska handboltanum

Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigri, Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer köstuðu frá sér sigrinum og gerðu jafntefli og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum níunda leik á tímabilinu.

Aron og félagar fjarlægjast toppliðin

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg máttu þola þriggja marka tap er liðið heimsótti THW Kiel til þýskalands í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 31-28.

Skosku meistararnir búnir að ráða eftirmann Gerrard

Hollenski þjálfarinn Giovanni van Bronkchorst var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Skotlandsmeistara Rangers. Hann tekur við liðinu af Liverpool goðsögninni Steven Gerrard sem tók á dögunum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Sara Björk orðin mamma

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, eignuðust son á þriðjudaginn.

„Leyfis­kerfi KSÍ er ekkert nema sýndar­mennska“

Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf.

Hinn 99 ára afi Öglu Maríu mætir á alla leiki

Agla María Albertsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eins og venjulega þegar Agla María spilar verður afi hennar í stúkunni að fylgjast með barnabarninu.

Stórsér á Hamraoui eftir árásina

Kheira Hamraoui, leikmaður Paris Saint-Germain, er illa farin eftir að ráðist var á hana fyrir utan heimili hennar í París í síðustu viku. 

Saka Íran um að spila með karl­mann í markinu

Jórdanía hefur ásakað nágrannaþjóð sína Íran um að stilla upp karlmanni í marki sínu er þjóðirnar mættust í A-landsleik kvenna í knattspyrnu á dögunum. Knattspyrnusamband Jórdaníu vill staðfestingu þess efnis að markvörður Íran sé kvenkyns.

Tiago snýr aftur í Fram

Portúgalski miðjumaðurinn Tiago Manuel Silva Fernandes er snúinn aftur í raðir Fram og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla á næstu leiktíð.

Verðum að eiga betri leik en síðast

Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun.

Misjafnt gengi Íslendinganna í Evrópu

Það var nóg um að vera hjá landsliðsmönnum Íslands í körfubolta í kvöld. Þeir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson kepptu allir með liðum sínum í Evrópu.

Sex stig dregin af Reading

Sex stig hafa verið dregin af enska B-deildarliðinu Reading sökum brota á fjárhagsreglum ensku deildarkeppninnar. Um er að ræða annað lið deildarinnar sem lendir í stigafrádrætti á leiktíðinni.

ÍR fær liðs­styrk frá Króatíu

Króatinn Igor Marić hefur samið við ÍR og mun leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta út þetta tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

XY nær sér aftur á skrið

Annar leikur sjöttu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO var ekki síður spennandi og hafði XY að lokum betur gegn Vallea 16-9.

Ármann siglir upp í fjórða sæti

Sjötta umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær með leik Ármanns og Fylkis. Ármann hafði betur 16-14 og er því komið í fjórða sæti deildarinnar.

Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni

Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi.

Sjá næstu 50 fréttir