Mikil meiðsli hafa hrjáð Milwaukee í upphafi tímabils og meistararnir hafa farið illa af stað. En í nótt sýndu þeir styrk sinn, þá sérstaklega Antetokounmpo. Hann skoraði 47 stig og hitti úr átján af 23 skotum sínum utan af velli.
Giannis becomes the 5th player in the last 20 seasons to score 45+ points on 75% shooting from the field and 75% shooting from deep! #NBA75@Giannis_An34: 47 PTS, 18-23 FGM, 3-4 3PM pic.twitter.com/NOcMJVcGfn
— NBA (@NBA) November 18, 2021
Talen Horton-Tucker skoraði 25 stig fyrir Lakers sem er enn án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook skoraði nítján stig og gaf fimmtán stoðsendingar.
Phoenix Suns vann tíunda leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Dallas Mavericks, 105-98, á heimavelli.
Devin Booker skoraði 24 stig fyrir Phoenix og DeAndre Ayton nítján auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Golden State Warriors.
Book, Ayton and CP3 lead the @Suns to 10 STRAIGHT WINS!@DevinBook: 24 points, 9 rebounds@DeandreAyton: 19 points, 13 rebounds@CP3: 14 assists pic.twitter.com/VJumI5tFJp
— NBA (@NBA) November 18, 2021
Charlotte Hornets vann spútniklið tímabilsins til þessa, Washington Wizards, 97-87 á heimavelli. Býflugurnar eru þekktar fyrir að spila skemmtilegan sóknarleik en að þessu sinni skilaði varnarleikurinn sigrinum.
Terry Rozier skoraði nítján stig fyrir Charlotte og Miles Bridges sautján. LaMelo Ball skoraði ellefu stig og gaf fjórtán stoðsendingar. Charlotte hefur unnið fjóra leiki í röð.
Career-high 1 4 assists for @MELOD1P in the @hornets win! pic.twitter.com/vIDxbIcmzb
— NBA (@NBA) November 18, 2021
Úrslitin í nótt
- Milwaukee 109-102 LA Lakers
- Phoenix 105-98 Dallas
- Charlotte 97-87 Washington
- Detroit 97-89 Indiana
- Atlanta 110-99 Boston
- Brooklyn 109-99 Cleveland
- Miami 113-98 New Orleans
- NY Knicks 98-104 Orlando
- Minnesota 107-97 Sacramento
- Oklahoma 101-89 Houston
- Portland 112-107 Chicago

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.