Körfubolti

Misjafnt gengi Íslendinganna í Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin átti sinn þátt í naumum sigri Valencia.
Martin átti sinn þátt í naumum sigri Valencia. Sergey Grachev/Getty Images

Það var nóg um að vera hjá landsliðsmönnum Íslands í körfubolta í kvöld. Þeir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson kepptu allir með liðum sínum í Evrópu.

Zaragoza vann fimm stiga sigur á Reggiana í Evrópubikar FIBA, lokatölur 82-77. Tryggvi Snær Hlinason skoraði níu stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. 

Var þetta aðeins annar sigur Zaragoza í sex leikjum í riðlakeppninni sem er nú lokið. Félagið komst því ekki áfram.

Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig og gaf tvær stoðsendingar í fjögurra stiga tapi Antwerp Giants á útivelli gegn Belfius Mons í Evrópubikar FIBA, lokatölur 86-82. Þrátt fyrir tapið fer Antwerp upp úr riðlinum eftir þrjá sigurleiki og þrjá tapleiki.

Martin Hemannsson skoraði tvö stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í naumum sigri Valencia á JL Bourg í Evrópubikarnum, lokatölur 98-95. Valencia er í 4. sæti B-riðils að loknum fimm umferðum. 

Martin og félagar hafa unnið þrjá af fimm leikjum til þessa en alls verða leiknir 18 leikir áður en ljóst er hvaða lið komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.