Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Ragnar Nathanaelsson er í landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa að mestu setið á varamannabekknum hjá Stjörnunni í vetur. vísir/bára Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“ Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“
Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira