Upphitun fyrir stórleikinn og næstu umferð: „Krefjandi fyrir dómarana“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 13:00 Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sumar með sigri á Haukum á Ásvöllum. Hart var tekist á og hart verður tekist á í kvöld. vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu að vanda vel upp fyrir komandi leiki í Olís-deild karla í handbolta og skoðuðu sérstaklega risaleik kvöldsins á milli Hauka og Vals. Haukar eru á toppi deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki en Íslandsmeistarar Vals eiga leik til góða og geta auk þess komist á toppinn með sigri í kvöld. „Það verður hart tekist á. Það verður krefjandi fyrir dómarana að finna línu í þessum leik þar sem leikurinn fær að flæða en samt ekki þannig að það verði 30 tveggja mínútna brottvísanir,“ segir Ásgeir en upphitunina má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir stórleik á Hlíðarenda og 9. umferð Björgvin Páll Gústavsson mætir sínum gömlu félögum í Haukum en hann hefur farið á kostum með Val það sem af er leiktíð: „Þetta verður mjög athyglisvert. Sagan í kringum þetta allt, þar sem hann var búinn að skrifa undir hjá Val um jólin í fyrra en spilaði svo við Valsarana í úrslitaeinvíginu í sumar… þetta er mjög sérstakt og það verður gaman að sjá hvernig stemmdur hann mætir til leiks og hvort að hann man ennþá alla uppáhaldsstaði Haukanna til að skjóta á,“ segir Ásgeir. Skarð er fyrir skildi hjá Valsmönnum að ofan á fyrri forföll bætist að þeir verða án Agnars Smára Jónssonar í sóknarleiknum og Einars Þorsteins Ólafssonar í varnarleiknum. Ásgeir tippaði á tveggja marka sigur Hauka. Fleiri afar athyglisverðir leikir eru á dagskrá í 9. umferð deildarinnar sem leikin er á laugardag, sunnudag og mánudag. Fjallað er um þá alla í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar hér að ofan. Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Haukar eru á toppi deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki en Íslandsmeistarar Vals eiga leik til góða og geta auk þess komist á toppinn með sigri í kvöld. „Það verður hart tekist á. Það verður krefjandi fyrir dómarana að finna línu í þessum leik þar sem leikurinn fær að flæða en samt ekki þannig að það verði 30 tveggja mínútna brottvísanir,“ segir Ásgeir en upphitunina má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir stórleik á Hlíðarenda og 9. umferð Björgvin Páll Gústavsson mætir sínum gömlu félögum í Haukum en hann hefur farið á kostum með Val það sem af er leiktíð: „Þetta verður mjög athyglisvert. Sagan í kringum þetta allt, þar sem hann var búinn að skrifa undir hjá Val um jólin í fyrra en spilaði svo við Valsarana í úrslitaeinvíginu í sumar… þetta er mjög sérstakt og það verður gaman að sjá hvernig stemmdur hann mætir til leiks og hvort að hann man ennþá alla uppáhaldsstaði Haukanna til að skjóta á,“ segir Ásgeir. Skarð er fyrir skildi hjá Valsmönnum að ofan á fyrri forföll bætist að þeir verða án Agnars Smára Jónssonar í sóknarleiknum og Einars Þorsteins Ólafssonar í varnarleiknum. Ásgeir tippaði á tveggja marka sigur Hauka. Fleiri afar athyglisverðir leikir eru á dagskrá í 9. umferð deildarinnar sem leikin er á laugardag, sunnudag og mánudag. Fjallað er um þá alla í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar hér að ofan. Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira