Fleiri fréttir

Mættu með rjómatertu í klefann til Vals sem endaði í andlitinu

„Hvort verða það stelpurnar eða þú sem færð rjómatertuna í andlitið eftir leik?“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi Seinni bylgjunnar, glottandi þegar hún færði Ágústi Jóhannssyni tertu að gjöf í búningsklefa kvennaliðs Vals í handbolta á miðvikudaginn.

Ída Marín nýliði í landsliðinu

Einn nýliði er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Japan og Kýpur í lok mánaðarins. Þetta er Valskonan Ída Marín Hermannsdóttir.

Dæmdur í átján mánaða fangelsi vegna dauða Sala

David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hann var fundinn sekur í síðasta mánuði um að bera ábyrgð á slysinu.

Óskar Örn í Stjörnuna

Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, er genginn í raðir Stjörnunnar frá KR.

Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard

Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa.

Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu

Hlaupvídd 12 er það caliber sem langflestir nota hér á landi við skotveiðar en vinsældir á hlaupvídd 20 eru þó að aukast.

Miðjumanni PSG sleppt úr haldi lögreglu

Frönsku landsliðskonunni Aminata Diallo, sem var handtekin síðastliðinn miðvikudag, grunuð um að skipuleggja líkamsárás á liðsfélaga sinn, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu án ákæru.

Fullyrðir að Óskar Örn sé búinn að semja við Stjörnuna

Í gær var greint frá því að einn reyndasti leikmaður KR-inga, Óskar Örn Hauksson, væri líklega á leið í Stjörnuna eftir fimmtán tímabil með Vesturbæjarliðinu. Nú fullyrða ýmsir að Óskar hafi skrifað undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda

Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar frumsýndu nýjan þjálfara því hinn margreyndi Friðrik Ingi Rúnarsson tók að sjálfsögðu við liðinu í vikunni. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79. Valsmenn með sinn þriðja deildarsigur í röð.

Birkir Bjarnason: Mjög stórt bæði fyrir mig og mína fjölskyldu

Birkir Bjarnason jafnaði í kvöld leikjamet Rúnars Kristinssonar er hann lék landsleik númer 104 í markalausu jafntefli gegn Rúmenum. Hann segir þetta stóra stund fyrir sig og sína fjölskyldu, en bendir þó á að hann sé ekki nógu sáttur með úrslit kvöldsins.

Grátlegt tap Arnórs og félaga | Fjórða tap Balingen í röð

Íslendingarnir riðu ekki feitum hesti í leikjum kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer töpuðu með minnsta mun gegn Kiel, 24-23, og Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten töpuðu gegn Erlangen 25-23.

Bjarni Ófeigur markahæstur í öruggum sigri

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í báðum þeirra. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæsti maður liðsins er hann og félagar hans í Skövde unnu öruggan tíu marka sigur gegn Önnereds, 33-23.

Norður-Makedónía slökkti í HM draumum Íslendinga

Nú rétt í þessu lauk fjórum leikjum í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Í J-riðli okkar Íslendinga unnu Norður-Makedónar öruggan 5-0 útisigur gegn Armenum og því er veik von Íslands um sæti á HM endanlega úti.

Valur biður Hannes afsökunar | Einkahúmor sjálfboðaliða

Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi markvörður liðsins og íslenska landsliðsins, er beðinn afsökunnar á misheppnuðum einkahúmor sjálfboðaliða.

Valsmenn sögðust hafa rekið Hannes

Valur hefur sent frá sér tilkynningu varðandi starfslok Hannesar Þórs Halldórssonar við félagið. Valsmenn segjast hafa rekið Hannes.

Sjá næstu 50 fréttir