Orri og félagar voru sterkara liðið í upphafi leiks og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. Heimamenn í Drammen snéru leiknum þó við fyrir hlé og fóru með eins marks forystu inn í hálfleikinn, 18-17.
Liðin héldust svo nokkurnvegin í hendur í seinni hálfleik og skiptust á að hafa forystuna. Gestirnir í Elverum skoruðu seinasta mark leiksins og tryggðu sér eins marks sigur, 32-31 og eru því á leið í bikarúrslit.
Orri Freyr komst ekki á blað fyrir Elverum, en Óskar skoraði eitt mark fyrir Drammen.