Handbolti

Jóhann söng um engla og þjálfari Vals birtist ljóslifandi í stúdíóinu

Sindri Sverrisson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson söng af krafti í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar.
Jóhann Gunnar Einarsson söng af krafti í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar. Stöð 2 Sport

Jóhann Gunnar Einarsson brast í söng, með tilþrifum, og Teddi Ponza lék einn reyndasta þjálfara landsins með óborganlegum hætti í fjörugum nýjasta þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

Eftir að hafa rýnt í síðustu leiki í Olís-deild karla í handbolta svöruðu sérfræðingarnir nokkuð óvenjulegum spurningum frá áhorfendum. Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Sérfræðingarnir svöruðu óvenjulegum spurningum

Jóhann Gunnar var spurður út í það hvaða lög hann tæki í karókí og ekki stóð á svari. „Það fer eftir stemningu. Annað hvort Hallelujah með Jeff Buckley, það er fallegt, og svo tek ég oft Angels með Robbie Williams.“

Theodór Ingi Pálmason útskýrði viðurnefni sitt, Ponza, og Jóhann Gunnar greindi frá leyndarmálinu á bakvið hárgreiðsluna sem hann skartaði á síðustu leiktíð.

Theodór var svo spurður að því hvort satt væri að hann væri fáránlega góður í að herma eftir Ágústi Jóhannssyni, þjálfara kvennaliðs Vals. Theodór var ekki lengi að sýna að sá orðrómur væri sannur með öllu, eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.