Fleiri fréttir

„Þetta er ekki síðasta ár“

Chicago Bulls liðið mætir til leiks með mikið breytt lið í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og byrjaði á sigri í nótt. New York Knicks vann Boston Celtics í tvíframlengdum leik, silfurlið Phoenix Suns tapaði á heimavelli og leikmenn Philadelphia 76ers létu Ben Simmons vesenið ekki stoppa sig í New Orleans.

„Þetta var svolítið skrítinn leikur“

Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var ánægð með sigurinn gegn Grindavík í kvöld í leik sem henni fannst annars vera mjög sveiflukenndur. Lokatölur 105-85.

Biðja stuðnings­menn um að látast ekki vera Arabar

Eftir að Newcastle United var keypt af krónprins Sádi-Arabíu hefur borið á því að stuðningsmenn liðsins hafa mætt klæddir fatnaði sem sést einna helst í Miðausturlöndum ásamt því að bera höfuðföt sem tíðkast þar.

Talið að Haukur hafi tognað á ökkla

Haukur Þrastarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Vive Kielce og Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

„Við erum bara eins og litlir smástrákar“

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn.

Chelsea rúllaði yfir Malmö

Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með Malmö er liðin mættust á Brúnni í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, lokatölur 4-0 heimamönnum í vil.

Meistara­deildar-Ron­aldo kom Manchester United til bjargar

Manchester United kom til baka og vann Atalanta 3-2 á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik. Aftur tryggði Cristiano Ronaldo sigur Man Utd sem er óvænt komið á topp F-riðils Meistaradeildarinnar.

Fyrsti sigur HK kominn í hús

HK vann sex marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 27-21. Var þetta fyrsti sigur HK í deildinni.

Piqu­e kom Börsungum til bjargar

Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu.

Fylgdi markinu gegn United eftir með fernu í Rússlandi

Eftir að hafa skorað í sigri Leicester gegn Manchester United um síðustu helgi bætti Patson Daka um betur í dag þegar hann skoraði fernu í 4-3 útisigri Leicester á Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta.

„Stefni klárlega á EM næsta sumar“

Þrátt fyrir vera orðinn 36 ára og á heimleið eftir þrettán ár í atvinnumennsku ætlar Sif Atladóttir ekkert að gefa sæti sitt í landsliðinu eftir og ætlar að spila með því á EM næsta sumar.

Solskjær segir Ronaldo vera að gera allt sem hann geti

Ef það eru einhverjir sem hafa fengið á sig meiri gagnrýni en aðrir eftir slæmt gengi Manchester United að undanförnu þá eru það knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær og súperstjarnan Cristiano Ronaldo.

Embiid um Ben Simmons: Fæ ekki borgað fyrir að vera í barnapössun

Ben Simmons verður ekki með Philadelphia 76ers í fyrsta leik liðsins á NBA tímabilinu sem er á móti New Orleans Pelicans í nótt. Félagið setti Simmons í eins leiks bann eftir að hann var rekinn af æfingu í gær fyrir að meðal annars neita að gera það sem þjálfarinn bað hann um.

Amanda valin í lið umferðarinnar í norsku deildinni

Íslenska landsliðskonan Amanda Jacobsen Andradottir kom inn á sem varamaður í síðasta leik Vålerenga en tókst engu að síður að vinna sér sæti í liði sextándu umferðarinnar norsku úrvalsdeildarinnar.

Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi

Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum.

„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“

Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér.

Utan vallar: Enginn hlær lengur að Arnari Gunnlaugssyni

Fyrir þremur árum virtist Arnar Gunnlaugsson ekki í miklum tengslum við raunveruleikann þegar hann ræddi um sína fótboltaheimspeki, þá nýtekinn við Víkingi. En núna er hann heitasti þjálfari landsins.

Bruce rekinn frá Newcastle

Steve Bruce er hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle United. Þetta staðfesti félagið í morgun.

„Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“

„Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi.

Ákall frá Cristiano Ronaldo: Okkar tími er að koma

Cristiano Ronaldo sendi liðsfélögunum sem og stuðningsmönnunum Manchester United hvatningarorð á samfélagsmiðlum sínum í gær, degi fyrir mikilvægan leik á móti ítalska liðinu Atlanta í Meistaradeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir