Mættu bæði með bikarinn og brotna hurð á sigurhátíðina sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 15:30 Leikmenn Chicago Sky dansa af gleði á sigurhátíð sinni. AP/Matt Marton Chicago Sky varð WNBA-meistari í körfubolta á sunnudagskvöldið eftir sigur á Phoenix Mercury en liðsmenn Chicago liðsins héldu áfram að stríða tapsárum andstæðingum sínum þegar þær héldu sigurhátíð sína í gær. Chicago Sky mætti nefnilega með brotna hurð á sigurhátíðina sína. Eins og venjan er í Bandaríkjunum þá fara meistaraliðin út á meðal borgarbúa til að fagna titlinum og svo var einnig nú. Bikarinn var með eins og alltaf en þetta hlýtur að vera fyrsta hurðin sem fær að fara með. Diana Taurasi broke a door in the visiting locker room after Game 4 ...so the Sky brought it to their championship parade @HighlightHER(via @maggiehendricks, @BallySportsMW)(via @maggiehendricks) pic.twitter.com/W5ocIT4cb9— Bleacher Report (@BleacherReport) October 19, 2021 Heimildir bandarískra fjölmiðla er að þarna hafi verið á ferðinni hurðin sem stærsta stjarna Phoenix Mercury liðsins braut í svekkelsi sínu eftir tapið. Leikmenn Mercury voru mjög súrar eftir lokaleikinn þar sem þær misstu niður ellefu stiga forystu. Enginn þeirra mætti í viðtöl eftir leikinn. Sú sem á að hafa brotið hurðina er Diana Taurasi, sem er af flestum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi. The Sky brought out the same door Diana Taurasi reportedly broke in frustration after Game 4 as a guest during the team's championship parade https://t.co/zGbI9IOXHT— Sports Illustrated (@SInow) October 19, 2021 Hin 39 ára gamla Taurasi talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn en mætti á blaðamannafund daginn eftir. Þar játaði hún hvorki né neitaði að hafa brotið umrædda hurð í íþróttahöll Chicago Sky. „Það var fullt af hurðum þarna,“ sagði Taurasi. Hlutirnir gengu ekki nógu vel hjá Taurasi í lokaúrslitunum. Hún fékk tæknivillu í fyrsta leikhluta í lokaleiknum fyrir að klappa fyrir dómara. Hún hafði áður ýtt sama dómara í leik tvö, óvart að hennar mati, en fékk fyrir yfir þrjú hundruð þúsund króna sekt. Taurasi hitti aðeins úr 25 prósent skota sinna í þessum fjórða og síðasta leik og endaði með sextán stig og fjórar villur. NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Chicago Sky mætti nefnilega með brotna hurð á sigurhátíðina sína. Eins og venjan er í Bandaríkjunum þá fara meistaraliðin út á meðal borgarbúa til að fagna titlinum og svo var einnig nú. Bikarinn var með eins og alltaf en þetta hlýtur að vera fyrsta hurðin sem fær að fara með. Diana Taurasi broke a door in the visiting locker room after Game 4 ...so the Sky brought it to their championship parade @HighlightHER(via @maggiehendricks, @BallySportsMW)(via @maggiehendricks) pic.twitter.com/W5ocIT4cb9— Bleacher Report (@BleacherReport) October 19, 2021 Heimildir bandarískra fjölmiðla er að þarna hafi verið á ferðinni hurðin sem stærsta stjarna Phoenix Mercury liðsins braut í svekkelsi sínu eftir tapið. Leikmenn Mercury voru mjög súrar eftir lokaleikinn þar sem þær misstu niður ellefu stiga forystu. Enginn þeirra mætti í viðtöl eftir leikinn. Sú sem á að hafa brotið hurðina er Diana Taurasi, sem er af flestum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi. The Sky brought out the same door Diana Taurasi reportedly broke in frustration after Game 4 as a guest during the team's championship parade https://t.co/zGbI9IOXHT— Sports Illustrated (@SInow) October 19, 2021 Hin 39 ára gamla Taurasi talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn en mætti á blaðamannafund daginn eftir. Þar játaði hún hvorki né neitaði að hafa brotið umrædda hurð í íþróttahöll Chicago Sky. „Það var fullt af hurðum þarna,“ sagði Taurasi. Hlutirnir gengu ekki nógu vel hjá Taurasi í lokaúrslitunum. Hún fékk tæknivillu í fyrsta leikhluta í lokaleiknum fyrir að klappa fyrir dómara. Hún hafði áður ýtt sama dómara í leik tvö, óvart að hennar mati, en fékk fyrir yfir þrjú hundruð þúsund króna sekt. Taurasi hitti aðeins úr 25 prósent skota sinna í þessum fjórða og síðasta leik og endaði með sextán stig og fjórar villur.
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira