Handbolti

Talið að Haukur hafi tognað á ökkla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur meiddist illa í leik gegn Elverum á síðasta ári og var meiddur fram á sumar. Hann hefur verið að vinna sig inn í lið Kielce undanfarið en fór meiddur af velli í kvöld.
Haukur meiddist illa í leik gegn Elverum á síðasta ári og var meiddur fram á sumar. Hann hefur verið að vinna sig inn í lið Kielce undanfarið en fór meiddur af velli í kvöld. EPA-EFE/GEIR OLSEN

Haukur Þrastarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Vive Kielce og Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson meiddist því miður enn á ný er lið hans Vive Kielce vann sex marka sigur á Porto í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur leiksins 39-33 þar sem Sigvaldi Björn Guðjónsson fór á kostum og skoraði níu mörk.

Samkvæmt Handbolti.is tognaði Haukur á ökkla og kom því ekki við sögu í síðari hálfleik. Haukur hafði staðið sig með prýði í leiknum og ljóst að mikið áfall er að ræða fyrir hann og félagið.

Ekki er ljóst hvað Haukur verður lengi frá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.