Fleiri fréttir

Ósannfærandi Ítalir slógu heimsmet

Sviss og Ítalía gerðu markalaust jafntefli er þau mættust í Basel í Sviss í C-riðli undankeppni HM 2022 í fótbolta. Ítalir slógu heimsmet með því að forðast tap.

„Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það“

Kári Árnason, sem bar fyrirliðabandið í 2-2 jafntefli Íslands við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir við spilamennsku íslenska liðsins í hálfleik. Hann segir að ekki sé hægt að gera sömu kröfur á liðið og síðustu misseri.

Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik

Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum.

„Ég er bara ótrúlega stoltur“

Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins.

„Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum.

Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr

Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis.

Nafnarnir spiluðu sinn hundraðasta landsleik

Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir hönd íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag.

Lingard með tvö í sigri Englands á Andorra

England vann 4-0 sigur á Andorra er liðin mættust á Wembley í Lundúnum í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Hálfgert B-lið Englendinga mætti til leiks sem átti í vandræðum framan af leik.

Barbára skoraði í sigri Brøndby

Barbára Sól Gísladóttir skoraði jöfnunarmark Brøndby í 2-1 sigri liðsins á heimavelli gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Dusty Stórmeistarar í CS:GO annað árið í röð

Það var svo sannarlega veisla í beinni útsendingu þegar sýnt var frá úrslitaleik Stórmeistaramótsins í CS:GO á Stöð 2 Esport í gærkvöldi. Ríkjandi meistarar Dusty mættu reynslumiklu liði Vallea í Arena á Smáratorgi.

Sveindís Jane lagði upp í tapi í Íslendingaslag

Íslendingaliðin Kristianstad og Hammarby mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp mark Kristianstad, en liðið þurfti að sætta sig við 2-1 tap.

Ásmundur hættir með Fjölni eftir tímabilið

Knattspyrnudeild Fjölnis og Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, hafa tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samstarfinu að tímabili loknu. Ásmundur hefur þjálfað liðið í samtals tíu ár af þrjátíu ára sögu félagsins.

Dusty sigraði Vallea í úrslitum Stórmeistaramóts Vodafone

Dusty og Vallea áttust við í úrslitaviðureign Stórmeistaramóts Vodafafone í CS:GO í gær. Keppt var í Bo3 fyrirkomuagi þar sem að vinna þarf tvo af þrem leikjum til að sigra. Dusty hafði betur 2-0 og er því Stórmeistari Vodafone.

Patrick Cantlay leiðir fyrir lokadaginn

Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

Dagskráin í dag: Stútfullur sunnudagur

Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stövar 2 í dag, en hvorki meira né minna en 13 beinar útsendingar eru á dagskrá.

Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra

Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum.

Fimmta jafntefli Úkraínumanna í röð

Frakkland mætti Úkraínu í D-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Liðin skildu jöfn 1-1, en þetta var annað jafntefli Frakka í röð, en það fimmta hjá Úkraínumönnum.

„Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin“

Hin 19 ára Ída Marín Hermannsdóttir átti flottan leik hjá Íslandsmeisturum Vals í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík suður með sjó í dag. Valskonur stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og voru mikið meira með boltann. Ída var þó ekkert of svekkt með niðurstöðuna þar sem að Valur var nú þegar búið að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið.

Sjá næstu 50 fréttir