Þórey Rósa Stefánsdóttir: Markmiðið fyrir tímabilið er að vinna allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 16:34 Þórey Rósa skoraði sex mörk í dag. VÍSIR/BÁRA Fram vann öruggan sigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag, 21- 28 og eru því Meistarar meistaranna. Fyrirliði Fram var að vonum sátt við sigurinn. „Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“ Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
„Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50