Þórey Rósa Stefánsdóttir: Markmiðið fyrir tímabilið er að vinna allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 16:34 Þórey Rósa skoraði sex mörk í dag. VÍSIR/BÁRA Fram vann öruggan sigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag, 21- 28 og eru því Meistarar meistaranna. Fyrirliði Fram var að vonum sátt við sigurinn. „Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“ Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
„Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50