Handbolti

Svekkjandi tap Bjarka Más og félaga í þýska Ofurbikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarki Már og félagar þurftu að sætta sig við eins marks tap í kvöld.
Bjarki Már og félagar þurftu að sætta sig við eins marks tap í kvöld. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images

Bjarki Már Elísson og félagar hans í þýska liðinu Lemgo þurftu að sætta sig við eins marks tap, 30-29, þegar að liðið mætti Kiel í þýska ofurbikarnum í handbolta í kvöld.

Þýski ofurbikarinn er leikur milli þýsku landsmeistaranna og þýsku bikarmeistaranna ár hvert, svipað og Meistarakeppni HSÍ hér á landi.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en Kiel sigu fram úr um miðjan hálfleikinn. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti, en staðan var 17-14 þegar að flautað var til hálfleiks.

Liðin skiptust á að skora í upphafi seinni hálfleiks og leikmenn Kiel héldu Bjarka Má og félögum alltaf þrem til fjórum mörkum frá sér. 

Í stöðunni 23-19 skoruðu Lemgo þó þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark. Sá munur hélst þangað til á lokamínútunum þegar að Kiel náði aftur fjögurra marka forskoti. Bjarki Már og félagar gerðu hvað þeir gátu til að jafna og skoruðu þrjú seinustu mörk leiksins. Það var þó ekki nóg og leikmenn Kiel fögnuðu því sigri í þýska Ofurbikarnum, 30-29.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.