Fleiri fréttir

Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI

Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9.

Einn stærsti leikur í sögu Njarð­víkur

Njarðvík unnu lífsnauðsynlegan sigur á ÍR í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur sem gerðu lokamínútur leiksins æsispennandi en Njarðvík hafði betur að lokum og unnu 99-106 og var Loga Gunnarssyni leikmanni Njarðvíkur afar létt eftir leikinn.

GOG komið í undan­úr­slit

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans eru komnir í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan átta marka sigur, 36-28, á SönderjyskE í kvöld.

Þetta var smá eins og körfu­bolta­leikur

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Villareal komið í úr­slit Evrópu­deildarinnar

Villareal og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Emirates-vellinum í Lundúnum síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Villareal og lærisveinar Unai Emery því komnir í úrslit gegn Manchester United.

Manchester United komið í úr­slita­leik Evrópu­deildarinnar

Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar.

Mér líður vel undir lokin því Mike getur tekið yfir

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var að vonum sáttur eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum. Sigurinn þýðir að Höttur á enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino´s deild karla en Haukar eru fallnir.

Baldur: Þurfum klárlega að vera betri en þetta

„Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist" sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir tap liðsins gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld.

Strákarnir okkar spila í stærstu handboltahöll Evrópu

Það ætti að vera pláss fyrir íslenska stuðningsmenn sem vilja mæta á leiki karlalandsliðsins í handbolta á EM í janúar. Leikir Íslands verða í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í stærstu handboltahöll Evrópu.

Daði Freyr í markið hjá Þór

FH hefur lánað markvörðinn Daða Frey Arnarsson til Þórs Ak. út tímabilið. Aron Birkir Stefánsson, aðalmarkvörður Þórs, er meiddur og gæti verið lengi frá.

Tímabilið undir hjá Arsenal sem þarf að fella þann sigursælasta

Á meðan að Manchester United virðist eiga sigurinn vísan í einvígi sínu við Roma er mikil spenna í undanúrslitarimmu Arsenal og Villarreal þar sem úrslitin ráðast í kvöld, í Evrópudeildinni í fótbolta. Arsenal þarf að gera nokkuð sem engu liði hefur tekist í vetur.

Ed Sheeran fer að fordæmi Kaleo

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hefur keypt auglýsingu framan á búningi karla- og kvennaliðs enska knattspyrnufélagsins Ipswich Town.

Líklega fyrsti lax sumarsins

Það er ekki óvenjulegt að fyrstu laxarnir sjáist í Laxá í Kjós um miðjan maí en það er líklega fáheyrt að fyrsti laxinn veiðist 5. maí.

Flott veiði við Ásgarð í Soginu

Ásgarður við Sogið hefur verið að koma afskaplega vel út á þessu vori og veiðitölur eins og þær eru oft bestar yfir hásumarið.

„Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“

Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu.

Finnur Tómas lánaður til KR

Finnur Tómas Pálmason mun spila með KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í sumar en hann kemur á láni frá Norrköping.

Orri Freyr samdi við norsku meistarana

Íslenskir hornamenn halda áfram að fara út í atvinnumennsku því Haukamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson hefur samið við norska félagið Elverum.

Í beinni frá Laugardalshöllinni

Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið.

Sjá næstu 50 fréttir