Barist á mörgum stöðum í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 12:02 ÍR og Þór Akureyri geta bæði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en þau geta líka fallið úr deildinni. Ivan Aurrecoechea og Everage Lee Richardson teygja sig hér í boltann í leik liðanna í vetur. Vísir/Vilhelm Á næstu fimm dögum munu fara fram síðustu tvær umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta og það er óhætt að segja að það sé spenna í loftinu. Keflvíkingar hafa fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn en það er samt nóg eftir á öðrum vígvöllum í deildinni. Baráttan um heimavallarréttinn, sæti í úrslitakeppninni og að bjarga sér frá falli. Spennan er það mikil að það má búast við því að stærðfræðin verði í aðalhlutverki. Liðin eru því á sama tíma að forðast fall og að reyna að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Þá gæti það haft mikil áhrif á röð liða hvaða lið enda með jafnmörg stig þar sem innbyrðis leikir ráða röð lið ef þau eru með jafnmörg stig. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir vígvellina í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildar karla Deildarmeistarartitillinn: Búið. Keflavík tryggði sér titilinn þegar þrjár umferðir voru eftir. 1. Keflavík 36 stig 2. Þór Þorlákshöfn 28 stig 3. Stjarnan 26 stig Baráttan um annað sætið: Þór Þorlákshöfn og Stjarnan eiga möguleika á öðru sætinu en Þórsarar eru með tveggja stiga forskot og betri innbyrðis stöðu og Stjarnan þarf því að vinna báða sína leiki á meðan Þórsliðið tapar báðum sínum. Þór tryggir sér annað sætið með einum sigri í viðbót eða ef Stjarnan tapar einum leik. 4. Valur 22 stig 5. KR 20 stig 6. Grindavík 20 stig 7. Tindastóll 18 stig Baráttan um heimavallarréttinn: Valur er með tveggja stiga forskot á KR og Grindavík. Valsmenn eru með betri innbyrðis stöðu á móti KR en mæta síðan Grindavík í lokaumferðinni. Það gæti orðið úrslitaleikur um heimavallarréttinn. Grindavík býr að því að liðið vann fyrri leikinn á móti Val. KR er aftur á móti betri innbyrðis á móti Grindavík. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni: KR og Grindavík ættu að vera nokkuð örugg í úrslitakeppnina en tölfræðilega geta þau samt setið eftir. Tindastólsliðið er líka í ágætri stöðu en á eftir tvo mjög erfiða leiki á móti Stjörnunni og Grindavík á útivelli. Það eiga hins vegar mörg önnur lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni falli úrslitin með þeim og hér lítur út fyrir að staðan gæti orðið mjög flókin þar ef innbyrðis árangur milli margra liða í einu þurfi að ráða sæti liðanna. 8. Þór Akureyri 16 stig 9. ÍR 16 stig 10. Njarðvík 14 stig 11. Höttur 12 stig 12. Haukar 12 stig Fallbaráttan: Liðin sem eru í baráttunni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina eins og Þór Akureyri og ÍR þurfa líka passa sig á því að þau geta fallið ef allt fer á versta veg. Njarðvíkingar mega ekki vera jafnir Hetti eða Haukum því þeir töpuðu öllum fjórum leikjunum á móti þeim í vetur. Njarðvík er aftur á móti með betri innbyrðis stöðu á móti Þór Ak. og á síðan eftir að spila við ÍR sem liðið vann með sextán stigum í fyrri leik liðanna. Eitt lið gæti fallið strax í kvöld því liðið sem tapar í leik Hauka og Hattar fellur úr deildinni ef Njarðvík vinnur ÍR seinna um kvöldið. Báðir þessir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18.15 og leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20.15. Þeir er í beinni á Stöð 2 Sport og Domino´s Tilþrifin eru síðan strax á eftir. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Keflvíkingar hafa fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn en það er samt nóg eftir á öðrum vígvöllum í deildinni. Baráttan um heimavallarréttinn, sæti í úrslitakeppninni og að bjarga sér frá falli. Spennan er það mikil að það má búast við því að stærðfræðin verði í aðalhlutverki. Liðin eru því á sama tíma að forðast fall og að reyna að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Þá gæti það haft mikil áhrif á röð liða hvaða lið enda með jafnmörg stig þar sem innbyrðis leikir ráða röð lið ef þau eru með jafnmörg stig. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir vígvellina í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildar karla Deildarmeistarartitillinn: Búið. Keflavík tryggði sér titilinn þegar þrjár umferðir voru eftir. 1. Keflavík 36 stig 2. Þór Þorlákshöfn 28 stig 3. Stjarnan 26 stig Baráttan um annað sætið: Þór Þorlákshöfn og Stjarnan eiga möguleika á öðru sætinu en Þórsarar eru með tveggja stiga forskot og betri innbyrðis stöðu og Stjarnan þarf því að vinna báða sína leiki á meðan Þórsliðið tapar báðum sínum. Þór tryggir sér annað sætið með einum sigri í viðbót eða ef Stjarnan tapar einum leik. 4. Valur 22 stig 5. KR 20 stig 6. Grindavík 20 stig 7. Tindastóll 18 stig Baráttan um heimavallarréttinn: Valur er með tveggja stiga forskot á KR og Grindavík. Valsmenn eru með betri innbyrðis stöðu á móti KR en mæta síðan Grindavík í lokaumferðinni. Það gæti orðið úrslitaleikur um heimavallarréttinn. Grindavík býr að því að liðið vann fyrri leikinn á móti Val. KR er aftur á móti betri innbyrðis á móti Grindavík. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni: KR og Grindavík ættu að vera nokkuð örugg í úrslitakeppnina en tölfræðilega geta þau samt setið eftir. Tindastólsliðið er líka í ágætri stöðu en á eftir tvo mjög erfiða leiki á móti Stjörnunni og Grindavík á útivelli. Það eiga hins vegar mörg önnur lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni falli úrslitin með þeim og hér lítur út fyrir að staðan gæti orðið mjög flókin þar ef innbyrðis árangur milli margra liða í einu þurfi að ráða sæti liðanna. 8. Þór Akureyri 16 stig 9. ÍR 16 stig 10. Njarðvík 14 stig 11. Höttur 12 stig 12. Haukar 12 stig Fallbaráttan: Liðin sem eru í baráttunni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina eins og Þór Akureyri og ÍR þurfa líka passa sig á því að þau geta fallið ef allt fer á versta veg. Njarðvíkingar mega ekki vera jafnir Hetti eða Haukum því þeir töpuðu öllum fjórum leikjunum á móti þeim í vetur. Njarðvík er aftur á móti með betri innbyrðis stöðu á móti Þór Ak. og á síðan eftir að spila við ÍR sem liðið vann með sextán stigum í fyrri leik liðanna. Eitt lið gæti fallið strax í kvöld því liðið sem tapar í leik Hauka og Hattar fellur úr deildinni ef Njarðvík vinnur ÍR seinna um kvöldið. Báðir þessir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18.15 og leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20.15. Þeir er í beinni á Stöð 2 Sport og Domino´s Tilþrifin eru síðan strax á eftir. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira