Handbolti

Strákarnir okkar spila í stærstu handboltahöll Evrópu

Sindri Sverrisson skrifar
Svona á að vera umhorfs inni í nýju höllinni þegar hún verður tilbúin, og þegar engar takmarkanir verða varðandi áhorfendafjölda.
Svona á að vera umhorfs inni í nýju höllinni þegar hún verður tilbúin, og þegar engar takmarkanir verða varðandi áhorfendafjölda. facebook.com/kocsismate

Það ætti að vera pláss fyrir íslenska stuðningsmenn sem vilja mæta á leiki karlalandsliðsins í handbolta á EM í janúar. Leikir Íslands verða í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í stærstu handboltahöll Evrópu.

Ísland dróst í dag í B-riðil með heimamönnum í Ungverjalandi, Portúgal og Hollandi, liðinu sem Erlingur Richardsson stýrir.

Allir leikirnir í B-riðli fara fram í Nýju Búdapesthöllinni, höll sem enn er í smíðum en á að verða öll hin glæsilegasta. Um verður að ræða stærstu handboltahöll Evrópu og mun hún taka 20 þúsund manns í sæti.

Tvær efstu þjóðirnar úr B-riðli komast áfram í milliriðil, ásamt þjóðum úr A-riðli (Slóvenía, Danmörk, N-Makedónía og Svartfjallaland) og C-riðli (Króatía, Serbía, Frakkland, Úkraína). Í milliriðlinum verður einnig leikið í Nýju Búdapesthöllinni.

Ef að Ísland kemst í milliriðil mun liðið því dvelja í að minnsta kosti tvær vikur í Búdapest, og spila þar leiki frá 13.-26. janúar. Leikirnir í undanúrslitum og úrslitum fara þar einnig fram svo að ef allt gengur eins og í draumi hjá Guðmundi Guðmundssyni og hans mönnum gætu þeir spilað níu leiki í Nýju Búdapesthöllinni.

Myndir af því hvernig höllin á að líta út þegar framkvæmdum lýkur má sjá hér að neðan.

facebook.com/kocsismate
facebook.com/kocsismate
facebook.com/kocsismate

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.