Fleiri fréttir

Svo gott sem úr leik eftir tap í fram­lengingu

Daníel Freyr Andrésson og félagar í Guif eru í slæmum málum eftir tap gegn Sävehof í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur 31-28 Sävehof í vil í framlengdum leik og toppliðið þar með 2-0 yfir í einvíginu.

„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi.

Mikael segist ekki vera meiddur

Mikael Neville Anderson var meðal varamanna íslenska U21 árs landsliðinu sem tapaði 4-1 gegn Rússlandi á EM nú rétt í þessu. Fyrir leik var talað um að Mikael væri meiddur á nára en það ku ekki eiga við rök að styðjast.

Einn sá efni­legasti á­fram í Þor­láks­höfn

Styrmir Snær Þrastarson hefur samið við uppeldisfélag sitt Þór Þorlákshöfn og mun leika með liðinu næstu tvö árin allavega. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Þjóðverjar neikvæðir og leikurinn fer fram

Leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 fer fram í kvöld. Allir leikmenn þýska liðsins nema tveir fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi í dag.

Drungilas dæmdur í tveggja leikja bann

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þ. í Domino's deild karla, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mirza Saralilja olnbogaskot í leik gegn Stjörnunni 18. mars.

Smit í þýska hópnum

Kórónuveirusmit kom upp í þýska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Mega byrja 1. apríl í Þingvallavatni

Nú ber svo til tíðinda fyrir þá sem hreinlega elska að veiða stóru urriðana við Þingvallavatn að veiði verður heimil á minnsta kosti tveimur svæðum frá og með 1. apríl.

Áhorfendur í Ísrael annað kvöld

Það verða áhorfendur á pöllunum er Ísrael og Danmörk mætast í undankeppni HM í Katar 2022 en kórónuveiran er í góðum málum þar í landi.

Blatter í nýtt bann

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028.

Sjá næstu 50 fréttir