Sara sýndi myndbandið af því þegar hún sleit krossbandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu þar sem hún fór yfir meiðslin og framhaldið. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missir af öllu 2021 tímabilinu eftir að hún sleit krossband á æfingu aðeins tveimur dögum áður en nýtt tímabil hófst. Sara hefur nú komið í viðtal hjá einum af stærstu styrktaraðilum hennar en áður hafði komið í ljós að hennar styrktaraðilar ætla að standa með Söru í gegnum þetta mótlæti sem fylgir því að missa úr ár vegna meiðsla. Sara hefur nú fengið tíma til að jafna sig á þessu áfalli og hún hefur á þeim tíma rætt við þjálfararteymið sitt og sérfræðinga um framhaldið. „Núna þegar ég veit betur hvað tekur við hjá mér þá líður mér betur með þetta. Ég mun nota þennan tíma í burtu frá íþróttinni minni til að rifja upp grunnatriði íþróttarinnar og vinna í því sem hefur ekki verið í forgangi hjá mér síðustu ár,“ skrifaði Sara í færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég get náð fullt af jákvæðum hlutum út úr þessu og hlakka til vinnunnar sem bíður mín. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að verða betri íþróttamaður eftir þessi meiðsli,“ skrifaði Sara. Sara settist niður með WIF Fitness og ræddi allt í tengslum við meiðslin. Þar útskýrir Sara meiðslin og hvernig þau komu til. Eins og oft áður með slík meiðsli var það síðasta lyftan á æfingunni sem hafði svona slæmar afleiðingar. Vinkona Söru var líka að taka upp lyftuna þegar Sara sleit krossbandið og Sara sýndi myndband af því þegar hún sleit krossbandið. „Ég settist niður með þeim til að fara yfir þetta allt saman og útskýra það hvernig ég meiddi mig og hvernig næstu skref munu líta út hjá mér,“ skrifaði Sara. Sara ætlar síðan að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingu og endurkomu sinni með myndbandaröð sem kemur inn á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá Söru útskýra meiðslin í umræddu myndbandi frá WIT og sjá þegar hún sleit krossbandið í þessari afdrifaríku lyftu. CrossFit Tengdar fréttir Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30 Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Sara hefur nú komið í viðtal hjá einum af stærstu styrktaraðilum hennar en áður hafði komið í ljós að hennar styrktaraðilar ætla að standa með Söru í gegnum þetta mótlæti sem fylgir því að missa úr ár vegna meiðsla. Sara hefur nú fengið tíma til að jafna sig á þessu áfalli og hún hefur á þeim tíma rætt við þjálfararteymið sitt og sérfræðinga um framhaldið. „Núna þegar ég veit betur hvað tekur við hjá mér þá líður mér betur með þetta. Ég mun nota þennan tíma í burtu frá íþróttinni minni til að rifja upp grunnatriði íþróttarinnar og vinna í því sem hefur ekki verið í forgangi hjá mér síðustu ár,“ skrifaði Sara í færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég get náð fullt af jákvæðum hlutum út úr þessu og hlakka til vinnunnar sem bíður mín. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að verða betri íþróttamaður eftir þessi meiðsli,“ skrifaði Sara. Sara settist niður með WIF Fitness og ræddi allt í tengslum við meiðslin. Þar útskýrir Sara meiðslin og hvernig þau komu til. Eins og oft áður með slík meiðsli var það síðasta lyftan á æfingunni sem hafði svona slæmar afleiðingar. Vinkona Söru var líka að taka upp lyftuna þegar Sara sleit krossbandið og Sara sýndi myndband af því þegar hún sleit krossbandið. „Ég settist niður með þeim til að fara yfir þetta allt saman og útskýra það hvernig ég meiddi mig og hvernig næstu skref munu líta út hjá mér,“ skrifaði Sara. Sara ætlar síðan að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingu og endurkomu sinni með myndbandaröð sem kemur inn á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá Söru útskýra meiðslin í umræddu myndbandi frá WIT og sjá þegar hún sleit krossbandið í þessari afdrifaríku lyftu.
CrossFit Tengdar fréttir Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30 Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30
Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31