Fleiri fréttir

Í beinni: Vodafonedeildin í CS:GO, viðureign erkifjanda

Fjórtánda umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fer fram í kvöld. Þrusu leikir eru á dagskránni í kvöld. Toppliðin Hafið og Dusty munu mætast í millileik kvöldsins. Fylgstu með í beinni á Stöð 2 esport og hér á Vísi.

Komumst lítið á­fram ef við ætlum að benda á hvert annað

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi við Gaupa um mistökin sem voru gerð í fagnaðarlátunum eftir sigurleikinn gegn Rúmenum. Þá segir hún sambandið bíða upplýsinga frá almannavörnum svo hægt verði að taka ákvörðun um mótahald.

„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“

„Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna.

FH-hjartað sem slær uppi í stúku

Ungir FH-ingar tóku sig til og stofnuðu stuðningsmannasveitina FH-hjartað sem hefur sett skemmtilegan svip á leiki kvennaliðs félagsins í fótbolta.

Annar leikmaður Juventus með kórónuveiruna

Weston McKennie, miðjumaður Juventus, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er annar leikmaður félagsins sem greinist á aðeins tveimur dögum en Cristiano Ronaldo greindist í gær.

Hólmar um Lukaku: Hann er mjög erfiður

„Mér fannst við eiga góðan seinni hálfleik. Við slípuðum nokkra hluti í hálfleik sem við þurftum að gera varðandi færslur og svona en auðvitað leiðinlegt að tapa þessu,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Íslands, eftir 2-1 tapið gegn Belgum í kvöld.

Þetta er á­kveðin reynsla sem við setjum í bak­pokann

Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks.

Eriksen tryggði Dönum sigur á Wembley

Annan leikinn í röð vinna Danir góðan sigur á erfiðum útivelli. Að þessu sinni var það 1-0 útisigur á Wembley þökk sé marki Christian Eriksen í fyrri hálfleik.

Ekkert getur stöðvað Börsunga þessa dagana

Barcelona átti í litlum vandræðum með Zagreb frá Króatíu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í 18 marka sigri Börsunga, lokatölur 45-27.

Sigvaldi átti góðan leik í sigri Kielce

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í liði Vive Kielce er liðið lagði Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 34-27 þar sem Sigvaldi skoraði fjögur mörk. Þá vann Álaborg frábæran útisigur á Nantes.

Sjá næstu 50 fréttir