Golf

Sir Charles Barkley kemur inn fyrir Tiger Woods í „The Match 3“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Barkley er ekki þekktur fyrir fallega sveiflu á golfvellinum.
Charles Barkley er ekki þekktur fyrir fallega sveiflu á golfvellinum. Getty/Christian Petersen

Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry.

Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið.

Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum.

Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks.

Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum.

Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni.

Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna.

Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu.

Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×