Fleiri fréttir

Steph Curry að snúa aftur

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik.

Elvar Örn frábær í liði Skjern | Gamla brýnið lagði sitt af mörkum

Elvar Örn Jónsson gerði fimm mörk í sigri Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Alexander Petersson stóð fyrir sínu en Þráinn Orri Jónsson gat ekki komið í veg fyrir tap hjá sínum mönnum er þeir öttu kappi við lærisveina Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands, í Melsungen.

Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar

Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur

Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum.

Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu

Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil.

Loks sigur hjá Haukum | HK styrkti stöðu sína í 4. sæti

Þremur leikjum í Olís deild kvenna í dag er nú lokið. Haukar unnu sinn fyrsta sigur síðan 23. janúar er liðið lagði vann 27-22 sigur á KA/Þór að Ásvöllum í Hafnafirði. Þá vann HK góðan tveggja marka sigur, 27-25, á ÍBV. Þá náði Afturelding í sitt fyrsta stig á leiktíðinni þegar liðið náði 25-25 jafntefli gegn Stjörnunni.

Alonso bjargaði stigi fyrir Chelsea | Jóhann Berg frá vegna meiðsla

Marcos Alonso, vinstri bakvörður Chelsea, reyndist hetja liðsins er liðið náði aðeins 2-2 jafntefli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann West Ham United 3-1 sigur á Southampton á meðan Newcastle United og Burnley gerðu markalaust jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki í dag en hann er frá vegna meiðsla.

Sara Rún með 17 stig í óvæntu tapi

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 17 stig er lið hennar, Leicester Riders, tapaði óvænt fyrir Durham Palatinates í efstu deild breska körfuboltans í dag. Lokatölur 77-68 Palatinates í vil.

Victor lagði upp í sigri Darmstadt

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp annað mark Darmstadt í 2-0 sigri á Heidenheim í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Darmstadt er í 6. sæti deildarinnar.

Rúnar Már landaði Ofurbikarnum með Astana | Dramatík í Rússlandi

Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn í liði Astana er liðið vann Ofurbikarinn í Kazakhstan. Þá voru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson í byrjunarliði CSKA Moskvu sem náði dramatísku jafntefli á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

EM 2020 í hættu

Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu.

Valdís Þóra á pari í nótt

Valdís Þóra lék á pari á þriðja hring NSW Open golfmótsins í nótt. Guðrún Brá lék á 9 höggum yfir pari.

Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu

Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu.

Laporte frá í mánuð

Aymeric Laporte, miðvörður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Real Madrid í vikunni.

Nýliðar Gróttu semja við tvo leikmenn

Grótta samdi við tvo leikmenn í gær og munu þeir leika með liðinu er Seltirningar taka í fyrsta sinn þátt í efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar.

Sjá næstu 50 fréttir