Körfubolti

Jón Axel með 20 stig í tapi gegn Dayton

Ísak Hallmundarson skrifar
Jón Axel í leik með Davidson.
Jón Axel í leik með Davidson. vísir/getty

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson Wildcats mættu Dayton Flyers í háskólakörfunni í nótt. Jón Axel lék mest allra í liðinu, eða 31 mínútu, og skoraði 20 stig, tók 6 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 

Hann hitti úr 6 af 9 skotum sínum á vellinum, þar af 3 af 5 þriggja stiga skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni í leiknum.

Fyrri hálfleikur gekk erfiðlega hjá Davidson og tapaðist hann 24-42, en Jón og liðsfélagar hans unnu seinni hálfleikinn 43-40. Lokatölur 82-67 fyrir Dayton.

Dayton hafa unnið 18 leiki í röð og eru efstir í Atlantic 10 deildinni sem Davidson spila í, en Davidson eru um miðja deild og hafa unnið 15 af 28 leikjum sínum á leiktíðinni. 

Jón Axel hefur spilað alla 28 leiki Davidson á tímabilinu og er að meðaltali með 14,3 stig, 7,5 fráköst og 4,5 stoðsendingar í leik. Hann leiðir liðið í bæði fráköstum og stoðsendingum á tímabilinu og er næststigahæsti leikmaður liðsins. 


Tengdar fréttir

Íslenska „körfuboltafjölskyldan“ í Bandaríkjunum

Þeir Jón Axel Guðmundsson, Hákon Hjálmarsson og Þórir Þorbjarnarson spila á hæsta stigi háskólaboltans í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera eins og lítil fjölskylda í skemmtilegu viðtali við AP fréttaveituna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×