Golf

Valdís Þóra á pari í nótt

Ísak Hallmundarson skrifar
Valdís Þóra er í fínum málum.
Valdís Þóra er í fínum málum. Vísir/Getty

Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir luku sínum þriðja hring á NSW Open í Ástralíu í nótt. Mótið er partur af Evrópumótaröð kvenna.

Bæði Valdís og Guðrún komust í gegnum niðurskurðinn sem var eftir tvo hringi. Valdís lék á 72 höggum, eða pari vallarins, í nótt og er samanlagt á tveimur höggum yfir pari í 30. - 36. sætinu.

Guðrún Brá lék á níu höggum yfir pari, 81 höggi. Hún er samtals 14 höggum yfir pari og situr í 65. sæti, sem er jafnframt neðsta sætið af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Alls tóku 156 kylfingar þátt í mótinu.

Manon De Roey frá Belgíu er efst fyrir lokahringinn, hún er á 15 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringina og er með fimm högga forystu á næsta keppanda. 

Lokahringurinn verður í beinni á Stöð 2 Golf frá kl. 23:35 í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.