Fleiri fréttir

Þjóðverjar hafa sofið á verðinum undanfarin ár

Dagur Sigurðsson tók í gær við starfi landsliðsþjálfara Þjóðverja í handbolta og er fyrsti útlendingurinn sem þjálfar liðið. "Ég tek það ekki eins og að menn hafi eitthvað á móti mér,“ segir Dagur um umræðuna um að verið sé að ráða útlending.

Kaupin á Los Angeles Clippers gengin í gegn

Steve Ballmer, fyrrum framkvæmdarstjóri Microsoft, er nýji eigandi Los Angeles Clippers eftir að dómstólar ytra neituðu áfrýjun Donald Sterling um að selja félagið.

Rooney fær fyrirliðabandið hjá Manchester United

Wayne Rooney mun bera fyrirliðaband Manchester United í vetur en þetta staðfesti Louis Van Gaal eftir æfingarleik liðsins gegn Valencia. Skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher verður varafyrirliði liðsins.

Ronaldo tryggði Real Ofurbikarinn

Sevilla átti litla möguleika gegn stjörnu prýddu liði Real Madrid í Ofurbikarnum í kvöld. Cristiano Ronaldo sá um markaskorunina í kvöld en James Rodríguez og Toni Kroos léku sína fyrstu leiki fyrir Madrídarliðið í kvöld.

Everton fær Atsu á láni frá Chelsea

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, staðfesti í kvöld að félagið hefði komist að samkomulagi við Chelsea um að fá kantmanninn Christian Atsu á láni út tímabilið.

Hafdís komst ekki í úrslitin í Zürich

Hafdísi Sigurðardóttur tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt í úrslitum í langstökki kvenna í Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Zürich þessa dagana.

Kroos og James í byrjunarliði Real í Ofurbikarnum

Toni Kroos og James Rodríguez eru báðir í byrjunarliði Real Madrid í leik liðsins gegn Sevilla í Ofurbikar Evrópu sem fer fram í Cardiff í kvöld en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Pepsi-mörkin | 15. þáttur

Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp.

Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann

Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina.

Uppselt í hópferðina á San Siro

Sigurður Gunnarsson, deildarstjóri íþróttadeildar Úrvals Útsýnar staðfesti við Vísi rétt í þessu að uppselt væri í hópferðina á leik Inter og Stjörnunnar á San Siro en að ferðaskrifstofan væri að kanna möguleikann á því að bæta við miðum.

Fyrrum tengdadóttir Michael Jordan spilar með Keflavík

Keflvíkingar hafa fundið sér bandarískan leikmann fyrir kvennaliðið sitt í Dominos-deild kvenna í körfubolta en það kemur fram á heimasíðu Keflavíkur að Carmen Tyson-Thomas sé búin að semja við liðið.

Endre Ove ökklabrotnaði á KR-vellinum í gær

Endre Ove Brenne verður ekkert meira með Keflvíkingum á tímabilinu en hann ökklabrotnaði í leik á móti KR í gærkvöldi. Keflvíkingar verða því án Brenne í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.

David Silva hjá Man City til ársins 2019

Spænski landsliðsmaðurinn David Silva mun spila með Manchester City til 33 ára aldurs en kappinn skrifaði undir nýjan fimm ára samning sem gildir til ársins 2019. Þetta kemur fram á heimasíðu ensku meistaranna.

Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum

Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag.

Eystri Rangá komin í 1520 laxa

Veiðin heldur áfram að vera með besta móti í Eystri Rangá þetta sumarið og miðað við að Blanda fari að detta á yfirfall verður toppslagurinn milli Rangánna þetta sumarið.

Spjaldtölvur bannaðar á Old Trafford

Áhorfendur á heimaleikjum Manchester United á komandi tímabili mega ekki mæta á leikinn með spjaldtölvur eða önnur samskonar tæki en þetta kemur fram í staðarblaðinu Manchester Evening News.

Stórlax á hitch úr Ytri Rangá

Það hefur alltaf verið sagt að eina leiðin til að veiða vel í Ytri Rangá sé að nota þungar túpur, sökktauma og veiða djúpt en annað er nú að koma í ljós.

Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum

Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit.

Bale dreymir um sex titla á þessu tímabili

Gareth Bale, velski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid, hefur sett spænska liðiinu metnaðarfullt markmið á þessu tímabili sem er það að vinna alla sex titlana í boði.

Contento til Bordeaux

Vinstri bakvörðurinn Diego Contento hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Bordeaux.

Samningslaus landsliðsmaður vann golfmót

Eggert Gunnþór Jónsson vann golfmót á Seyðisfirði um helgina þrátt fyrir að vera leystur undan samningi hjá portúgalska félaginu Belenenses fyrr um helgina.

Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð

Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma.

Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM

Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sáu til þess að Ísland saknaði ekki Jóns Arnórs Stefánssonar í sigrinum mikilvæga á Bretlandi í fyrrakvöld.

Óskar Örn fer ekki til Noregs

Jónas Kristinsson, framkvæmdarstjóri KR, staðfesti við Vísi í kvöld að Óskar Örn Hauksson myndi leika með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins þar sem öll tiltæk gögn bárust ekki í tíma.

Ásdís búin að mála neglurnar í íslensku fánalitunum

Ásdís Hjálmsdóttir keppir í undankeppninni í spjótkasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich á morgun en hún er fyrsti Íslendingurinn sem fær að spreyta sig á mótinu. Alls keppa fimm á EM í frjálsum í ár.

Óskar: Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti

"Þetta kom bara upp í dag og ég hafði engan tíma til að átta mig á þessu,“ segir Óskar Örn Hauksson sem mun ekki klára tímabilið með KR-ingum því KR hefur samþykkt að lána hann til norska úrvalsdeildarfélagsins Vålerenga.

Sjá næstu 50 fréttir