Lítil mistök geta tekið af manni marga metra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 06:30 Ásdís sést hér í einu kasta sinna í gær. Vísir/Getty Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Beint: Slot spurður út í Salah á blaðamannafundi í Mílanó Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Beint: Slot spurður út í Salah á blaðamannafundi í Mílanó Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48
Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30