Fleiri fréttir

Stólarnir styrkja sig

Nýliðar Tindastóls í Domino's deild karla hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átök næsta vetrar, en Darrel Lewis hefur gengið til liðs við Stólana frá Keflavík.

Sveinbjörg í góðri stöðu

Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er 451 stigi á undan næstu konu, Fridu Thorsås frá Noregi.

Breiðablik komið í átta-liða úrslit

Mörk frá Andreu Rán Hauksdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í sitthvorum hálfleiknum tryggðu Breiðabliki sigur á Hetti í lokaleik 16-liða úrslita Borgunarbikarsins í dag. Leikurinn fór fram í Fífunni.

Leik Englands og Hondúras hætt

Vináttulandsleikur Englands og Hondúras í Miami hefur verið flautaður af, allavega um stundar sakir, vegna þrumuveðurs.

Austurríki hafði betur gegn Noregi | Stórsigur Serba

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu unnu tveggja marka heimasigur, 28-26, á Noregi í fyrri leik liðanna um sæti á HM í Katar á næsta ári. Norðmenn leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16.

Aron: Leystum þetta lengst af vel

"Við lentum aðeins undir í byrjun fyrri hálfleiks, en komum til baka og vorum yfir í hálfleik. Við vorum með góða stjórn á leiknum," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Vísi eftir eins marks tap Íslands, 33-32, fyrir Bosníu í Sarajevó í kvöld.

Saunders mættur aftur á hliðarlínuna

Flip Saunders, forseti Minnesota Timberwolves, leitaði ekki langt yfir skammt þegar kom að því að ráða nýjan þjálfara til félagsins. Hann réði nefnilega sjálfan sig til starfsins.

Rosberg á ráspól í Kanada

Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir.

Naumur sigur Svía

Fredrik Peterson reyndist hetja Svía þegar hann tryggði liðinu eins marks útisigur, 24-25, á Rúmeníu í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2015 í Katar.

Jurkiewicz hetja Pólverja

Pólland vann eins marks sigur, 25-24, á Þýskalandi í fyrri leik liðanna um sæti á HM 2015 í Katar í dag.

Rauða stjarnan í bann

Rauðu stjörnunni frá Belgrad hefur verið bönnuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili vegna brota á fjárhagsreglum UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins. Félagið hefur tíu daga til að áfrýja banninu.

Utah búið að ráða þjálfara

Quin Snyder verður næsti þjálfari Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta. Hann tekur við starfinu af Tyrone Corbin sem hefur stýrt Utah frá árinu 2011.

Diego til Tyrklands

Brasilíumaðurinn Diego Ribas mun að öllum líkindum ganga í raðir tyrkneska liðsins Fenerbahce í sumar.

Alfreð fær nýjan framkvæmdastjóra

Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Rhein-Neckar Löwen, færir sig um set og tekur við sama starfi hjá þýska handknattleiksfélagsins Kiel eftir næsta tímabil.

Fyrirliði Rússa úr leik

Roman Shirokov, fyrirliði rússneska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með á HM í Brasilíu vegna meiðsla. Þetta var tilkynnt eftir 2-0 sigur Rússa á Marokkó í vináttulandsleik í gær.

Reus missir af HM

Marco Reus verður ekki með þýska landsliðinu á HM í Brasilíu vegna tognunar á liðbandi í vinstri ökkla.

Alonso og Hamilton fljótastir

Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni.

Laxinn mættur í fleiri ár

Laxinn er mættur í fleiri ár og meðal þeirra laxveiðiáa sem staðfest er að laxar hafi sýnt sig eru meðal annars Miðfjarðará, Víðidalsá, Grímsá og Korpa.

Draugurinn kveðinn niður?

Þó svo að Brasilía hafi orðið heimsmeistari í knattspyrnu oftar en allar aðrar þjóðir á þjóðin sárar minningar frá síðustu heimsmeistarakeppni sem haldin var þar í landi. Nú fyrst fær landslið Brasilíu tækifæri til að kveða niður draug HM 1950.

Endurhæfingin gengur vel

Luis Suarez er byrjaður að skokka aðeins tveimur vikum eftir að hann fór í aðgerð vegna hnémeiðsla.

Arftaki Filipe Luis kominn

Atletico Madrid gekk í gærkvöldi frá kaupunum á vinstri bakverðinum Guilherme Siqueira frá Granada. Núverandi vinstri bakvörður liðsins, Filipe Luis, hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarnar vikur.

Sunderland á eftir Williams

Sunderland lagði fram tilboð í Ashley Williams, fyrirliða Swansea, í gærkvöldi samkvæmt fréttastofu Sky. Williams á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Swansea.

Kveð Kiel á góðu nótunum

Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir hjá Barcelona í gær og er með því að uppfylla gamlan draum.

Erfiðara að horfa á

Synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa taka þátt í Norðurlandamótinu í fjölþrautum ungmenna á Kópavogsvelli um helgina.

Upphitun fyrir UFC Fight Night 42

UFC Fight Night 42 fer fram í Alburquerque, Nýju Mexíkó. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hann klukkan tvö.

Forgangsatriði að semja við Nasri

Manchester City vonast til þess að Samir Nasri sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum framlengi við félagið í sumar.

Sterling hefur einstaka hæfileika

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, útilokar ekki að Raheem Sterling verði í byrjunarliði enska liðsins á Heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku.

Þýskaland vann öruggan sigur | Reus fór meiddur af velli

Þýskaland vann stórsigur á Armenum í seinasta vináttuleik liðsins fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku. Þjóðverjar urðu hinsvegar fyrir áfalli þegar Marco Reus, leikmaður Dortmund og þýska landsliðsins, fór meiddur af velli.

Líkaminn brást mér

LeBron James vonast til að geta tekið þátt frá upphafi þegar Miami Heat mætir San Antonio Spurs á ný á sunnudaginn. James neyddist til að hætta leik í nótt vegna krampa.

Fylkir sló út Þór/KA

Fylkiskonur gerðu sér góða ferð norður og unnu Þór/KA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag.

Gaupi spáir í spilin

Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo.

Sjá næstu 50 fréttir