Laxinn mættur í fleiri ár Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2014 11:44 Dagur Breki með fallegan lax úr Korpu í fyrra Laxinn er mættur í fleiri ár og meðal þeirra laxveiðiáa sem staðfest er að laxar hafi sýnt sig eru meðal annars Miðfjarðará, Víðidalsá, Grímsá og Korpa. Í Korpu lágu greinilega laxar í Berghylnum og var einn af þeim mjög vænn tveggja ára lax en það þykir frekar sjaldgæf sjón í henni. Veiðimenn eru almennt að vona að þessi fyrirboði í snemmgengnum löxum, þá sérstaklega í ánum fyrir norðan, viti á gott sumar þar sem laxarnir virðast koma vel haldnir úr sjó og undantekningalaust virðast þetta vera vænir tveggja ára laxar. Það styttist í stóra júní strauminn en samhliða honum koma oft mjög kraftmiklar göngur í árnar á vesturlandi og má segja að með þeim göngum hefjist tímabil í ánum sem einkennist af mikilli veiði. Vatnið er sérstaklega gott í ánum og mikil snjóalög, þá sérstaklega fyrir norðan og austan, gætu tryggt að árnar haldi sér í góðu vatni langt inní sumar þó að úrkoma verði í lágmarki. Veiðimenn vonast annars eftir því að jafnvægi verði í sólardögum og úrkomudögum svo árnar verði góðar í allt sumar. Mikið ringdi í lok tímabils í fyrra sem gerði það að verkum af margar árnar voru meira og minna í flóði síðustu tvær vikurnar af tímabilinu. Stangveiði Mest lesið Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Hlíðarvatn gaf aðeins 725 bleikjur í fyrrasumar Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði "Ég er ákaflega svekktur" Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Veiði
Laxinn er mættur í fleiri ár og meðal þeirra laxveiðiáa sem staðfest er að laxar hafi sýnt sig eru meðal annars Miðfjarðará, Víðidalsá, Grímsá og Korpa. Í Korpu lágu greinilega laxar í Berghylnum og var einn af þeim mjög vænn tveggja ára lax en það þykir frekar sjaldgæf sjón í henni. Veiðimenn eru almennt að vona að þessi fyrirboði í snemmgengnum löxum, þá sérstaklega í ánum fyrir norðan, viti á gott sumar þar sem laxarnir virðast koma vel haldnir úr sjó og undantekningalaust virðast þetta vera vænir tveggja ára laxar. Það styttist í stóra júní strauminn en samhliða honum koma oft mjög kraftmiklar göngur í árnar á vesturlandi og má segja að með þeim göngum hefjist tímabil í ánum sem einkennist af mikilli veiði. Vatnið er sérstaklega gott í ánum og mikil snjóalög, þá sérstaklega fyrir norðan og austan, gætu tryggt að árnar haldi sér í góðu vatni langt inní sumar þó að úrkoma verði í lágmarki. Veiðimenn vonast annars eftir því að jafnvægi verði í sólardögum og úrkomudögum svo árnar verði góðar í allt sumar. Mikið ringdi í lok tímabils í fyrra sem gerði það að verkum af margar árnar voru meira og minna í flóði síðustu tvær vikurnar af tímabilinu.
Stangveiði Mest lesið Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Hlíðarvatn gaf aðeins 725 bleikjur í fyrrasumar Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði "Ég er ákaflega svekktur" Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Veiði