Formúla 1

Alonso og Hamilton fljótastir

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Alonso óskar Hamilton til hamingju með sigurinn í Kína, fyrr á tímabilinu.
Alonso óskar Hamilton til hamingju með sigurinn í Kína, fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty
Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni.

Besti tími Alonso á fyrri æfingunni var 1:17.238 aðeins 16 þúsundustu úr sekúndu á undan Hamilton. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð fjórði.

Lítið var um óvænt atvik á fyrri æfingunni, Jules Bianchi á Marussia rakst þó í vegg og braut fjöðrun.

Besti tími Hamilton á seinni æfingunni var rúmri sekúndu hraðari en tími Alonso frá því fyrr um daginn, 1:16.118. Rosberg varð annar og Vettel þriðji.

Ferrari ökumennirnir komu svo þar á eftir, Kimi Raikkonen á undan Alonso og svo Williams mennirnir Felipe Massa og Valtteri Bottas komu svo þar á eftir.

Bianchi lenti aftur í vandræðum á seinni æfingunni, þá bilaði vélin í bíl hans og hann náði ekk að ljúka sínum þriðja hring á æfingunni.

Tímatakan fyrir kanadíska kappaksturinn fer fram í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:50. Keppnin er svo á dagskrá klukkan 17:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Mercedes á meira inni

Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins.

Ísmaðurinn hefur verið óheppinn

Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari telur að frammistaða sín í ár hafi verið betri en úrslitin hafi sýnt. Hann telur ólán sitt felast í atvikum sem hann fær ekki stjórnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×