Umfjöllun: Bosnía - Ísland 33-32 | Síðasta korterið reyndist dýrkeypt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2014 00:01 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk í sínum 300. landsleik. vísir/stefán Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk. Handbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk.
Handbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira