Umfjöllun: Bosnía - Ísland 33-32 | Síðasta korterið reyndist dýrkeypt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2014 00:01 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk í sínum 300. landsleik. vísir/stefán Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk. Handbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Katar á næsta ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, en Bosníumenn sigu fljótlega fram úr. Íslenska vörnin átti í vandræðum og réð lítið við skyttuna Nikola Prce sem skoraði fimm af fyrstu 11 mörkum heimamanna. Bosnía komst í tvígang þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn, en í stöðunni 8-11 tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu. Strákarnir skoruðu sjö mörk gegn einu og komust þremur mörkum yfir, 15-12. Sóknarleikurinn gekk frábærlega á þessum kafla og varnarleikurinn varð betri með hverri mínútunni sem leið. Bosníumenn náðu minnka muninn í eitt mark, 15-14, eftir leikhlé sem Dragan Markovic, þjálfari þeirra, tók, en Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og sáu til þess að Ísland leiddi með þremur mörkum, 17-14, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Virkilega sterk staða sérstaklega í ljósi þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki uppi á marga fiska, eða aðeins 22%. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru spilaðar á ótrúlegum hraða. Ísland var þó alltaf skrefinu á undan og hélt heimamönnum í nógu mikilli fjarlægð, ekki síst fyrir tilstuðlan Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar sem skoraði fjögur mörk í röð á stuttum kafla. En um miðjan seinni hálfleik snerist leikurinn við. Markovic breytti yfir í framliggjandi vörn sem sló vopnin úr höndum íslenska liðsins. Sóknarleikurinn varð ráðleysislegur og Bosníumenn þvinguðu leikmenn Íslands í erfið skot og erfiðar sendingar. Hinum megin á vellinum réð íslenska vörnin ekkert við Prce og Ivan Karacic og markvarslan var sem fyrr ekki góð. Bosníumenn unnu síðustu 16 mínútur leiksins með fimm mörkum, 10-5, og leikinn á endanum með einu marki, 33-32. Íslenska liðið var lengst af með góð tök á leiknum, en síðasti fjórðungurinn gerði útslagið. Ísland verður að hafa svör við þessari framliggjandi vörn sem Bosnía beitti á lokakafla leiksins ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa sömuleiðis að vera mun betri, en skotnýting Bosníu í leiknum í kvöld var 72%, sem er alltof há tala.Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, en Ásgeir Örn og Guðjón Valur Sigurðsson komu næstir með sex mörk hvor, en sá síðarnefndi lék sinn 300. landsleik í kvöld. Prce skoraði 11 mörk fyrir Bosníu, úr aðeins 14 skotum. Næstur kom Karacic með sex mörk.
Handbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni