Körfubolti

Líkaminn brást mér

Kristinn Páll Teitsson skrifar
LeBron var gríðarlega vonsvikinn í leikslok í nótt.
LeBron var gríðarlega vonsvikinn í leikslok í nótt. Vísir/Getty
LeBron James vonast til að geta tekið þátt frá upphafi þegar Miami Heat mætir San Antonio Spurs á ný á sunnudaginn. James neyddist til að hætta leik í nótt vegna krampa.

Bilun í loftræstikerfi hússins gerði það að verkum að hitinn inn í húsinu var óbærilegur. Hafa margir bent á það sem orsök þess að James fékk krampa.

Spurs keyrðu á meistarana sem voru án síns besta leikmanns og náðu að snúa taflinu við í fjórða leikhluta. Leiknum lauk með öruggum sigri Spurs en enginn skildi afskrifa Miami í einvíginu.

„Ég var augljóslega reiður og vonsvikinn út í sjálfan mig. Ég gerði allt sem ég gat til að undirbúa mig fyrir þessa leiki og mér líður eins og líkami minn hafi svikið mig. Ég gat ekki hjálpað liðsfélögum mínum þegar þeir áttu í erfiðleikum,“ sagði LeBron.



NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×