Fleiri fréttir

Patrekur: Sparaði vestismanninn fyrir rétta leikinn

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld.

Renault uppfærslurnar virka

Pastor Maldonado ók Lotus bíl sínum einn hring á föstudag og tuttugu og einn hring á laugardag. Liðið var þá komið saman við auglýsingatökur á brautinni í Jerez á Spáni. Lotus hefur þar með notað þá tvo daga sem hvert lið má nota í auglýsingaskyni.

ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin

Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Marit Björgen gæti misst Ólympíugullið sitt

Norska skíðagöngukonan Marit Björgen á í hættu að missa Ólympíugullið sem hún vann um helgina en Björgen kom þá fyrst í mark í 15 km skiptigöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Blikar töpuðu 0-2 á móti FCK

Danska Íslendingaliðið FCK Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Atlantshafs-bikarnum í Algarve í Portúgal í kvöld. Þetta var fyrsta tap Blika á mótinu.

Fram vann KR í vítakeppni - Ögmundur varði frá Almari

Fram er Reykjavíkurmeistari karla í fótbolta eftir sigur á KR í vítakeppni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í Egilshöllinni í kvöld. Leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli en Fram vann vítakeppnina 5-4.

Aron tekur við KIF Kolding

Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari Íslands í handbolta, mun þjálfa danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding Kaupmannahöfn út þetta tímabil en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Blaðamenn særðu stolt Messi

Lionel Messi sýndi í gær að hann er kominn í sitt gamla góða form. Hann skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri Barcelona á Sevilla.

Walker sigraði í þriðja sinn á leiktíðinni

Jimmy Walker hrósaði sigri á AT&T Pebble Beach National mótinu sem lauk í gær á PGA-mótaröðinni. Þetta er þriðji sigurinn á tímabilinu hjá Walker sem hefur leikið sérlega vel frá því í haust.

Cheeks fyrstur að fá sparkið í vetur

Forráðamenn Detroit Pistons ákvaðu í gær að reka þjálfara félagsins, Maurice Cheeks, úr starfi. Hann er búinn að stýra liðinu í hálft tímabil.

Mulder-tvíburabræðurnir með gull og brons

Hollensku tvíburabræðurnir Michel Mulder og Ronald Mulder komust báðir á pall í dag í 500 metra skautahlaupi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Karlmenn reknir úr kvennalandsliðinu

Knattspyrnusamband Íran hefur ákveðið að allir leikmenn sem koma til greina í kvennalandslið þjóðarinnar í knattspyrnu þurfi að gangast undir kynpróf.

Ég hef aldrei séð Wenger svona reiðan

Arsenal fékk væna flengingu frá Liverpool um síðustu helgi og skal því engan undra að stjóri Arsenal, Arsene Wenger, hafi verið brjálaður út í leikmenn sína.

Launakostnaður Geirs og Þóris 28,2 milljónir

Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins, fengu samtals 28,2 milljónir króna í laun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi KSÍ sem birtur var í dag.

Öqvist: Sumrin á Íslandi voru yndisleg

„Það var alltaf vitað að ég myndi ekki þjálfa Ísland til eilífðar,“ segir Peter Öqvist í samtali við Vísi en Svíinn sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari karla í körfubolta í dag.

Carrick: Erfitt að kyngja þessu

Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, segir erfitt að kyngja stigamissinum á Old Trafford í gær þegar liðið gerði jafntefli við botnlið Fulham, 2:2.

Hannes: Viljum ráða nýjan þjálfara á næstu tveim vikum

„Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en við vildum reyna það til fullnustu hvort þetta væri hægt,“ segir formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, en í morgun var tilkynnt að Svíinn Peter Öqvist myndi láta af þjálfun íslenska karlalandsliðsins.

Engin uppgjöf þrátt fyrir 30 marka tap

HK mátti þola eitt stærsta tap í sögu efstu deildar karla hér á landi á föstudagskvöld þegar Valsmenn unnu 30 marka sigur á Kópavogsbúum, 48-18. Forráðamenn liðsins halda þó rónni þrátt fyrir skellinn.

„Pabbi sagði mér að láta vaða“

Ungur Austurríkismaður að nafni Matthias Mayer kom mörgum á óvart með því að vinna sigur í brunkeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í gær.

Björndalen getur bætt met Dæhli

Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi.

Sjá næstu 50 fréttir