Íslenski boltinn

Fram vann KR í vítakeppni - Ögmundur varði frá Almari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ögmundur Kristinsson, markvörður og fyrirliði Fram, varði víti gamals félaga og tryggði Fram titilinn.  Hér tekur hann við bikarnum.
Ögmundur Kristinsson, markvörður og fyrirliði Fram, varði víti gamals félaga og tryggði Fram titilinn. Hér tekur hann við bikarnum. Vísir/Pjetur
Fram er Reykjavíkurmeistari karla í fótbolta eftir sigur á KR í vítakeppni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í Egilshöllinni í kvöld. Leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli en Fram vann vítakeppnina 5-4.

Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari Fram, er þar með búinn að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari liðsins en hann var eins og kunnugt er fyrirliði KR-liðsins undanfarin ár.

Arnþór Ari Atlason skoraði úr síðustu spyrnu Framliðsins en Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði vítaspyrnu frá Almari Ormarssyni fyrrum leikmanni Fram. Það var eina vítaspyrnan sem fór forgörðum í vítakeppninni.

Þetta er fjórða árið í röð sem KR-ingar tapa úrslitaleik Reykjavíkurmótsins en KR-liðið tapaði líka fyrir Fram fyrir tveimur árum.

Hafsteinn Briem kom Fram yfir á 78. mínútu eftir aukaspyrnu og skalla Halldórs Arnarssonar en Aron Bjarki Jósepsson jafnaði fimm mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar.

Vítakeppnin: KR 4-5 Fram

1-0 Aron Bjarki Jósepsson,

1-1 Jóhannes Karl Guðjónsson

1-1 Almarr Ormarsson (Ögmundur varði)

1-2 Ósvald Jarl Traustason

2-2 Þorsteinn Már Ragnarsson

2-3 Hafsteinn Briem

3-3 Emil Atlason

3-4 Aron Bjarnason

4-4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson

4-5 Arnþór Ari Atlason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×