Sport

Marit Björgen gæti misst Ólympíugullið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marit Björgen með gullið.
Marit Björgen með gullið. Vísir/Getty
Norska skíðagöngukonan Marit Björgen á í hættu að missa Ólympíugullið sem hún vann um helgina en Björgen kom þá fyrst í mark í 15 km skiptigöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Norski vefmiðillinn Nettavisen segir frá því í kvöld að Ólympíufarar mega ekki birtast í auglýsingum á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir en Alþjóðaólympíunefndin er með mjög strangar reglur varðandi þessi mál.

Það eru aðeins aðalstyrktaraðilar leikanna sem mega nota Ólympíuleika og Ólympíufara í sínum auglýsingum á meðan leikunum stendur og nú eru auglýsingar með Björgen að láta reyna á þessa reglu IOC.

Marit Björgen auglýsir Ludo-vörur og það er nú undir fyrirtækinu komið að taka þessar auglýsingar úr birtingu og þar skiptir engu þótt um sé að ræða heimasíðu fyrirtækisins eða síðu þess á fésbókinni.

Harðasta refsingin væri að taka Ólympíugullið af Björgen en það mun aðeins gerast fari svo að auglýsingaherferðinni verði ekki hætt. Það er þó ólíklegt að Marit Björgen láti þetta ganga svo langt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×