Sport

Með Ólympíugull um hálsinn og risa Ólympíutattú á bakinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Hamelin fagnar sigri.
Charles Hamelin fagnar sigri. Vísir/AP
Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi.

Charles Hamelin vann þarna sitt þriðja Ólympíugull en hann vann einnig tvær greinar á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum. Sigurgrein hans í dag var þó ekki önnur þeirra og var talin hans slakasta grein.

Hamelin kom í mark á 2:14.985 mínútum en Kínverjinn Han Tianyu vann silfrið á sjónarmun eftir svaka keppni við Rússann Viktor Ahn.

„Ég er búinn að leggja mikið á mig undanfarin fjögur ár til að uppskera í dag," sagði Charles Hamelin eftir sigurinn. „1500 metra hlaupið í Vancouver voru örlítil vonbrigði," sagði Hamelin.

Bróðir Charles, Francois Hamelin, komst í b-úrslitin þar sem að hann endaði í öðru sætinu.

Charles Hamelin vann þarna önnur gullverðlaun Kanada á leikunum en Justine Dufour-Lapointe vann hólasvig kvenna í skíðafiminni á laugardaginn.

Charles Hamelin undirbjó sig fyrir Ólympíuleikana með því að fá sér risa Ólympíutattú  á bakið en það má sjá það hér fyrir neðan. Hamelin er efni í eina af stjörnu leikanna í Sotsjí enda sigursæll og sjarmerandi skautakappi.



Vísir/AP
Vísir/AP
Vísir/AP
Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×