Íslenski boltinn

KSÍ greiðir Íslenskum toppfótbolta 120 milljónir króna

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Félög í efstu deild, og félögin sem taka þátt í aðalkeppni bikarkeppni KSÍ, eiga von á fínni búbót samkvæmt samkomulagi á milli KSÍ og Íslensks toppfótbolta sem eru samtök félaga í efstu deild.

KSÍ hefur skuldbundið sig til þess að greiða þessum félögum 120 milljónir króna fyrir sjónvarps- og markaðsréttindi af deildarkeppni og bikarkeppni 2014 og 2015 óháð markaðsvirði þeirra réttinda.

"Þegar KSÍ gerðist aðili að sameiginlegri sölu réttinda á vegum UEFA frá undankeppni EM 2016 og HM 2018, eins og öll aðildarsambönd UEFA, var gert samkomulag við Sportfive um þá breytingu," segir í ársreikningi KSÍ.

"KSÍ tók í kjölfarið við skuldbindingum Sportfive vegna efstu deildar og bikarkeppninnar næstu tvö keppnistímabil en er um leið fullur þátttakandi í sameiginlegri sölu sjónvarps- og markaðsréttinda á vegum UEFA."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×